Lífið

Brynja fer hvergi

"Brynja verður ekki rifin, þótt annað hafi komið fram í vissum fjölmiðlum," segir Brynjólfur Björnsson, eigandi járnvöruverslunarinnar Brynju á Laugavegi. Borgaryfirvöld hafa gefið heimild til að rífa fasteignina við Laugaveg 29 þar sem Brynja stendur, ásamt fleiri húsum við Laugaveg, en það er algjörlega háð vilja eigenda hvort það verður gert. Brynjólfur segir að margir hafi komið að máli við sig felmtri slegnir og óttast að búðin væri að hverfa af Laugaveginum. "Ég get fullvissað fólk um að við erum ekkert að fara. Við erum í góðu húsnæði sem okkur líður vel í og sjáum enga ástæðu til að flytja," segir Brynjólfur og bætir við að ekki standi til að selja fasteignina. Húsið var reist árið 1909 en járnvöruverslunin hefur verið rekin þar síðan á haustmánuðum 1919. Verslunin hefur óneitanlega sett mikinn svip á Laugaveginn og þætti mörgum sjónarsviptir af henni ef húsið yrði rifið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.