Lífið

Stórstjörnur bera vitni

Verjendur í máli popparans Michael Jackson hafa nefnt stórstjörnurnar Elizabeth Taylor, Jay Leno, Quincy Jones og körfuboltamanninn Kobe Bryant sem hugsanleg vitni í réttarhöldunum yfir honum. Á meðal fleiri hugsanlegra vitna sem hafa verið nefnd til sögunnar eru: Stevie Wonder, Diana Ross, Chris Tucker, barnastjarnan fyrrverandi Corey Feldman, Nick Carter úr hljómsveitinni Backstreet Boys, fréttamaðurinn Ed Bradley, spjallþáttastjórnandinn Larry King, hinn skyggni Uri Geller, sjónhverfingamaðurinn David Blaine og ættingjar leikarans látna, Marlon Brando. Einnig hefur Martin Bashir verið nefndur til sögunnar en hann gerði umdeilda heimildarmynd um Jackson fyrir tveimur árum. Þar sást Jackson halda í höndina á piltnum sem hefur ákært hann fyrir kynferðislega misnotkun auk þess sem Jackson hélt því fram í þættinum að það væri eðilegt að deila rúmi með börnum. Um þessar mundir stendur yfir val lögfræðinga á tólf meðlimum í kviðdómnum og átta varamönnum sem munu á endanum ákveða hvort Jackson verði dæmdur sekur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.