Innlent

Einn af þremur fær vinnu í sumar

Búist er við að um þrjú þúsund sæki um eitt þúsund sumarstörf stofnana Reykjavíkurborgar. Vinnumiðlun ungs fólks opnar fyrir móttöku umsókna um sumarstörf í dag. Selma Árnadóttir, forstöðumaður Vinnumiðlunar ungs fólks, segir sautján ára ungmenni eiga erfiðast uppdráttar. Þau séu of gömul fyrir Vinnuskólann en mörg fyrirtæki ráði aðeins átján ára og eldri: "Það væri gott ef fleiri fyrirtæki á almennum markaði myndu taka við sér og ráða sautján ára til sín."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×