Innlent

Flutningaskip með íslenskan fána?

Skráning kaupskipa á íslenskri skipaskrá hefur verið tekin til nánari skoðunar stjórnvalda. Með því á að skoða hvort hægt sé að gera kaupskipum kleift að sigla undir íslenskum fána. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, segir nefnd sem starfi á vegum samgöngu- og fjármálaráðuneytanna og Siglingamálastofnunar hafa skilað tveimur tillögum á borð beggja ráðherranna: "Önnur var að aðhafast ekkert vegna skráninga íslenskra flutningaskipa erlendis. Hin var að setja á fót alþjóðlega skipaskrá. Sú leið verður nú skoðuð nánar, án skuldbindinga." Sex íslenskar áhafnir eru á skipum Eimskips sem eru í millilandasiglingum til og frá landinu. Tvær íslenskar áhafnir eru á skipum Samskipa en báðar skráðar í Færeyjum. Engir íslenskir sjómenn eru á skipum Atlantsskipa sem leigir skipin erlendis með áhöfn. Öll skip flutningafyrirtækjanna eru skráð á erlendri grundu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×