Innlent

Aðstandendur MS sjúklinga funda

Rétt tæplega tíu manns greinast með MS sjúkdóminn hér á landi á ári. Fyrsti fundur MS félagsins sem eingöngu er fyrir aðstandendur verður í kvöld. Sverrir Bergmann taugasjúkdómalæknir segir að á fundinum verði spurningum ættingja svarað sem þeir þori síður að nefna í návist MS sjúklingsins sjálfs. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS félags Íslands, vonar einnig að fólk mæti sem hafi átt ættingja með sjúkdóminn. Hér áður hafi verið erfitt að fá skýr svör um sjúkdóminn og lítið um hann talað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×