Innlent

Kristall plús ekki leyfður börnum

Hinn vítamínbætti Kristall Plús fær leyfi gegn því að drykkurinn verði merktur sem óæskilegur börnum yngri en sjö ára. Elín Guðmundsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Umhverfisstofnunar, segir tillit hafa verið tekið til umsagnar Lýðheilsustöðvar um að börn neyti of mikils fólasíns drekki þau Kristal plús. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segist sáttur við leyfið en ekki þær skorður sem Umhverfisstofnun setji: "Við munum kanna lagalegar forsendur fyrir þeim þar sem enginn hefur sýnt fram á skaðleg áhrif ofneyslu fólasíns."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×