Sport

Wenger vill tala við Reyes

Framkvæmdastjóri Arsenal, Frakkinn Arsene Wenger, sagði í dag að ef Jose Antonio Reyes vilji fara frá félaginu þurfi hann bara að koma og tala við sig. Spænski landsliðsmaðurinn var í vikunni fórnarlamb símahrekks þar sem hann viðurkenndi að honum liði ekki vel í London og að hann vildi ganga til liðs við Real Madrid. Wenger vill ekki halda neinum leikmanni sem ekki vill spila fyrir félagið og segir að ef Reyes vilji fara þurfi hann bara að nefna það við sig. "Þetta er einfalt," sagði Wenger. "Ef að leikmaður vill fara þá þarf hann bara að koma og segja mér það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×