Innlent

Dettifoss kominn til Rotterdam

Þýski dráttarbáturinn Primus kom með flutningaskipið Dettifoss í togi til Rotterdam undir kvöld í gær þar sem Dettifoss verður tekinn í þurrkví til viðgerðar. Tvö varðskip drógu Dettifoss inn til Eskifjarðar fyrir tæpum hálfum mánuði eftir að stýrið brotnaði af skipinu í slæmu veðri suðaustur af landinu. Dettifoss var dreginn út með allan farminn sem í honum var enda var það allt útflutningsvara. Talið er að viðgerðin geti tekið allt að fjórar vikur og hefur Eimskip tekið tvö skip á leigu á meðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×