Viðskipti innlent

Össur í takti við væntingar

Hagnaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar á síðsta ári nam 15,2 milljónum Bandaríkjadala. Það samsvarar um 1,1 milljarði íslenskra króna sé miðað við meðaltalsgengi Bandaríkjadals í fyrra. Þetta er þrefalt meiri hagnaður en varð á rekstri fyrirtækisins árið 2003. Sala jókst um þriðjung en kostnaður við framleiðslu hækkaði um fjórðung. Afkoma félagsins er í miklu samræmi við spár greiningardeilda bankanna. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, er afkoma ársins í góðu samræmi við langtímaáætlanir Össurar. "Við setjum okkur markmið til langs tíma. Þetta eru ekki auðveld markmið en samt sem áður raunhæf og við höfum verið að ná þeim," segir hann. Að sögn Össurar má búast við áframhaldandi nýsköpun í framleiðslu Össurar. Tölvustýrt gervihné Össurar vakti mikla athygli í fyrra og var nýjungin valin meðal þeirra áhugaverðustu í hátækniiðnaði hjá ýmsum virtum fjölmiðlum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×