Röskva mun sameina námsmenn 9. febrúar 2005 00:01 Föstudaginn 28. janúar síðastliðinn sleit Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Vöku, samstarfi sínu við námsmannahreyfingarnar BÍSN, INSÍ og SÍNE í lánasjóðsmálum. Röskva harmar samstarfsslitin enda er samstarfið grundvöllur árangurs fyrir stúdenta í lánasjóðsmálum. Enn fremur harmar Röskva viðbrögð Vöku í kjölfar yfirlýsingar hinna námsmannahreyfinganna um samstarfsslitin. Af viðbrögðunum að dæma virðist skilningur núverandi meirihluta í Stúdentaráði á samstarfi vera afar takmarkaður. Í fyrstu gaf Stúdentaráð út þá yfirlýsingu að allt léki í lyndi á milli námsmannahreyfinganna. Daginn eftir lýsti Stúdentaráð því hins vegar yfir að hreyfingarnar væru að snúast á sveif með Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs sem standa nú yfir. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og þykir Röskvu miður að talsmenn ráðsins skildu á slíkan hátt gera lítið úr sjálfstæði hinna hreyfinganna í tilraun til að verja eigin afglöp. Stúdentar gátu svo lesið stríðsfyrirsagnirnar á veggjum skólans sl. föstudag: "Stúdentaráð víkur ekki!" Hvers konar samstarf er það þar sem einn eða fleiri aðilar lýsa því yfir að þeir muni aldrei hvika? Slík yfirlýsing staðfestir skilningsleysi meirihlutans á mikilvægi samstarfsins, sem er megin forsenda kjarabóta lánþega. Eins og staðan er núna er Stúdentaráð Háskóla Íslands því í minnihluta í minnihluta innan stjórnar lánasjóðsins og án fulltrúa í endurskoðunarnefnd sjóðsins! Aldrei hefur staða lánþega við Háskóla Íslands verið eins veik – "staðfesta" Vöku hefur tryggt það. Því má svo velta upp hvaða örðugleikar hafa valdið því að á þessum tímapunkti treysta aðrar námsmannahreyfingar SHÍ ekki lengur til að sitja fyrir sína hönd í stjórn lánasjóðsins. Röskva hefur hins vegar aðrar hugmyndir um samstarf námsmannahreyfinganna. Við vitum að það eru kröfurnar sem fulltrúar nemenda leggja fram í endurskoðunarnefnd sjóðsins sem skipta máli, en ekki frá hvaða námsmannahreyfingu fulltrúarnir koma. Röskva mun ekki gefa eftir í kröfum SHÍ – þvert á móti. Með öflugu samstarfi hreyfinganna eru hagsmunir lánþega við Háskóla Íslands best tryggðir enda er samtakamáttur fjöldans öflugri en veikburða rödd klofins minnihluta. Í dag er fyrri kjördagur í Stúdentaráðskosningum við Háskóla Íslands. Röskva skorar á stúdenta að nýta sér kosningarétt sinn og snúa vörn í sókn! Anna Pála er Stúdentaráðsliði Röskvu og Ásgeir skipar 1. sæti á Stúdentaráðslista Röskvu í ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Föstudaginn 28. janúar síðastliðinn sleit Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Vöku, samstarfi sínu við námsmannahreyfingarnar BÍSN, INSÍ og SÍNE í lánasjóðsmálum. Röskva harmar samstarfsslitin enda er samstarfið grundvöllur árangurs fyrir stúdenta í lánasjóðsmálum. Enn fremur harmar Röskva viðbrögð Vöku í kjölfar yfirlýsingar hinna námsmannahreyfinganna um samstarfsslitin. Af viðbrögðunum að dæma virðist skilningur núverandi meirihluta í Stúdentaráði á samstarfi vera afar takmarkaður. Í fyrstu gaf Stúdentaráð út þá yfirlýsingu að allt léki í lyndi á milli námsmannahreyfinganna. Daginn eftir lýsti Stúdentaráð því hins vegar yfir að hreyfingarnar væru að snúast á sveif með Röskvu í kosningum til Stúdentaráðs sem standa nú yfir. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og þykir Röskvu miður að talsmenn ráðsins skildu á slíkan hátt gera lítið úr sjálfstæði hinna hreyfinganna í tilraun til að verja eigin afglöp. Stúdentar gátu svo lesið stríðsfyrirsagnirnar á veggjum skólans sl. föstudag: "Stúdentaráð víkur ekki!" Hvers konar samstarf er það þar sem einn eða fleiri aðilar lýsa því yfir að þeir muni aldrei hvika? Slík yfirlýsing staðfestir skilningsleysi meirihlutans á mikilvægi samstarfsins, sem er megin forsenda kjarabóta lánþega. Eins og staðan er núna er Stúdentaráð Háskóla Íslands því í minnihluta í minnihluta innan stjórnar lánasjóðsins og án fulltrúa í endurskoðunarnefnd sjóðsins! Aldrei hefur staða lánþega við Háskóla Íslands verið eins veik – "staðfesta" Vöku hefur tryggt það. Því má svo velta upp hvaða örðugleikar hafa valdið því að á þessum tímapunkti treysta aðrar námsmannahreyfingar SHÍ ekki lengur til að sitja fyrir sína hönd í stjórn lánasjóðsins. Röskva hefur hins vegar aðrar hugmyndir um samstarf námsmannahreyfinganna. Við vitum að það eru kröfurnar sem fulltrúar nemenda leggja fram í endurskoðunarnefnd sjóðsins sem skipta máli, en ekki frá hvaða námsmannahreyfingu fulltrúarnir koma. Röskva mun ekki gefa eftir í kröfum SHÍ – þvert á móti. Með öflugu samstarfi hreyfinganna eru hagsmunir lánþega við Háskóla Íslands best tryggðir enda er samtakamáttur fjöldans öflugri en veikburða rödd klofins minnihluta. Í dag er fyrri kjördagur í Stúdentaráðskosningum við Háskóla Íslands. Röskva skorar á stúdenta að nýta sér kosningarétt sinn og snúa vörn í sókn! Anna Pála er Stúdentaráðsliði Röskvu og Ásgeir skipar 1. sæti á Stúdentaráðslista Röskvu í ár.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar