Viðskipti innlent

BYKO í Bretlandi

Norvik sem á og rekur BYKO hefur keypt breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á unnum timburvörum. Félagið heitir Wayland Timber Products og sérhæfir sig einkum í timburvörum fyrir garða og girðingar. Það er dótturfélag Norvikur í Lettlandi sem kaupir fyrirtækið, en breska félagið kaupir mikið af efnivið sínum frá fyrirtækjum BYKO í Lettlandi og Rússlandi. Bretar eru kunnir garðáhugamenn og er Wayland með þéttriðið dreifikerfi á Bretlandseyjum. Félagið sem er stofnað 1987 veltir um 800 milljónum króna og er með 40 starfsmenn. BYKO er með umfangsmikla starfsemi erlendis og starfa um 900 manns hjá félaginu í Lettlandi, Rússlandi og á Bretlandseyjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×