Erlent

Ítalska blaðakonan aflífuð?

Hópur herskárra uppreisnarmanna í Írak segist hafa tekið ítölsku blaðakonuna, Giuliana Sgrena, af lífi. Hópurinn sendi tilkynningu frá sér í dag. Giuliönu var rænt á föstudag af öðrum hópi en nú segist hafa líflátið hana. Samkvæmt tilkynningunni var hún myrt til að senda þau skilaboð til bandarískra stjórnvalda um að sömu örlög biðu útsendara og njósnara Bandaríkjamanna. Morðið er einnig viðvörun til ítalskra stjórnvalda um að halda ekki áfram fylgispekt við hernað Bandaríkjanna í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×