Skoðun

Hvers vegna ekki nei?

Mál Bobby Fischer - Pétur Magnússon Hvað eru ráðamenn þjóðarinnar að hugsa þegar þeir geta ekki neitað einstakling sem hefur komið einu sinni til Íslands, býr ekki á Íslandi, og er ekki einu sinni staddur á Íslandi um ríkisborgararétt? Þessi einstaklingur sem íslenskir ráðamenn geta ekki sagt nei við heitir Bobby Fischer. Hann hefur það eitt sér til frægðar unnið að hafa unnið heimsmeistaratitil í skák í sinni einu ferð til Íslands fyrir mörgum árum síðan. Í íslensku þjóðfélagi í dag búa margir einstaklingar sem eru að bíða eftir að fá íslenskan ríkisborgararétt, sumir þessara einstaklinga þurfa að búa hér og vinna í allt að sjö ár áður en þeir geta orðið íslenskir ríkisborgarar og finnst það sjálfsagt mál. Hvaða skilaboð eru íslenskir ráðamenn að senda þessu fólki þegar þeir geta ekki tekið jafn sjálfsagða ákvörðun og að segja nei við umsókn einstaklings sem er staddur í fangelsi í Japan og er að leita sér leið úr því fangelsi með því að gerast íslenskur ríkisborgari ? Hvers vegna geta þeir fylgt lögum og sagt nei?



Skoðun

Sjá meira


×