Sport

Gerrard ekki til sölu

Steve Parry, yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, hefur viðurkennt að lið Real Madrid hafi spurst fyrir um Steven Gerrard, fyrirliða liðsins, þegar viðræður liðanna um kaupin á Fernando Morientes stóðu yfir á dögunum. "Gerrard er einfaldlega ekki til sölu og við lítum þannig á að hann sé framtíð Liverpool. Okkur er sama þótt kæmi í hann 40 eða 50 milljón punda tilboð, við viljum ekki selja hann. Við getum vitanlega ekki bannað honum að fara en við viljum gera allt til að halda honum," sagði Parry.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×