Sport

Ferdinand lítið hrifinn af Glazer

Malcolm Glazer, fjárfestir og meðlimur í Glazer Family Partnership, gerði nýtt tilboð í Manchester United á dögunum. Tilboðið, sem er það þriðja frá Glazer, féll í grýttan jarðveg hjá Rio Ferdinand, varnarmanni United-liðsins, sem setti stórt spurningarmerki við áætlanir Glazers. "Flestir eru á því að félagið eigi að vera í höndum fólks sem að ólst upp hjá félaginu. Við vitum ekkert hvað þessi náungi ætlar sér með United. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist. Ég held að fólk sé orðið þreytt á að hann sé alltaf í fréttunum með ný og ný tilboð. Ég vil að þetta mál leysist," sagði Ferdinand. Hlutur Malcolm Glazer í United-liðinu er 28,1%. Búast má við tilkynningu frá forráðamönnum United varðandi málið á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×