Viðskipti innlent

Sexfaldur hagnaður

Í ræðu sinni á aðalfundi Landsbankans á laugardaginn fór Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, yfir þeir breytingar sem orðið hafa á rekstri bankans frá því hann var einkavæddur fyrir tveimur árum. Eigið fé Landsbankans hefur ríflega þrefaldast, eignir hafa næstum fjórfaldast og vaxta- og þóknunartekjur hafa tvöfaldast. Enn fremur benti Björgólfur á að í fyrra var hagnaður fyrirtækisins sexfalt meiri en árið 2002. Stjórn Landsbankans ákvað að greiða öllum starfsmönnum bankans 250 þúsund króna kaupauka vegna góðs rekstrarárangurs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×