Sport

Fyrsta markið á heimavelli

Manchester United tók á móti Birmingham á Old Trafford í gær. Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik en Roy Keane, fyrirliði United, skoraði fyrsta mark leiksins snemma í seinni hálfleik eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo. Markið var merkilegt fyrir þær sakir að þetta var 50. mark Keane fyrir United. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en Wayne Rooney gerði þær vonir að engu með öðru marki United á 78. mínútu og varð Birmingham að játa sig sigrað. Fulham sótti ekki gull í greipar Liverpool á Anfield í leik þar sem fyrsta mark Fernando Morientes á heimavelli Liverpool leit dagsins ljós. Markið kom strax á 9. mínútu við mikinn fögnuð viðstaddra. Fögnuðurinn dugði þó skammt því Andy Cole jafnaði leikinn 7 mmínútum síðar. Fulham réð ekkert við heimamenn í seinni hálfleik og með mörkum frá Sami Hyypia og Milan Baros var sigurinn aldrei í hættu. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hampaði Morientes í hástert eftir leikinn. "Við þurftum á góðum skorara að halda og erum nú komnir með hann. Biðin var löng eftir honum en var svo sannarlega þess virði," sagði Benitez.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×