Sport

Methagnaður hjá KSÍ

Ársreikningar Knattspyrnusambands Íslands voru birtir á blaðamannafundi í gær og þar kom fram að afkoma sambandsins var með ágætum á síðasta ári. Methagnaður varð á árinu, eða um 46 milljónir króna, eftir að framlögum til aðildarfélaga hefur verið útdeilt. Vegur vináttuleikur karlalandsliðsins við Ítali þyngst í því sambandi, en hagnaður af leiknum varð tæpar 40 milljónir króna og skilaði sambandinu góðum tekjum, sem og Englandsmótið sem landsliðið tók þátt í snemma síðasta sumar. Eiginfjárstaða KSÍ er um 180 milljónir króna og hefur Eggert Magnússon, stjórnarformaður gefið út að stefna sambandsins sé að sýna aðhald í fjármálum og að styrkja stöðu þess fjárhagslega að fyrirmynd grannþjóðanna. Þar reyni samböndin að eiga rekstrarfé hálfs árs í sjóðum og hefur KSÍ beitt ýmsum brögðum til að styrkja stöðu sína, m.a. með kaupum á hlutabréfum í KB Banka fyrir um 100 milljónir á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×