Viðskipti innlent

Mikil umfjöllun í Bretlandi

Breskir fjölmiðlar fjölluðu töluvert um kaup Landsbankans á verðbréfastofunni Teather & Greenwood í gær. Í Financial Times var því haldið fram að tilboð Landsbankans í hlutabréfin væri hátt en bent á að tengin verðbréfastofunnar við Landsbankans gæti skapað grundvöll til frekari fjárfestinga Landsbankans í fjármálafyrirtækjum. Verðið sem Landsbanki greiðir er um sjötíu prósent hærra en meðalverð á bréfum Teather and Greenwood á markaði síðustu þrjá mánuði. Daily Express lýsti kaupunum þannig að víkingainnrásin hefði fellt enn eitt fyrirtæki undir íslenskt eignarhald.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×