Viðskipti innlent

Aftur undir grun

Forsvarsmenn verðbréfafyrirtækisins Teather & Greenwood í Bretlandi hafa staðfest við þarlenda fjölmiðla að eiga í viðræðum um mögulega yfirtöku félagsins. Fréttirnar urðu til þess að bréf fyrirtækisins hækkuðu um ríflega 25 prósent í gær. Landsbankinn er efstur á lista grunaðra í umfjöllun breskra fjölmiðla. Breskir fjölmiðlar hafa áður beint grunsemdum sínum að íslenskum bönkum þegar orðrómur er um yfirtöku. Forsvarsmenn Teather & Greenwood hafa ekki gefið upp hver sé hugsanlegur kaupandi. Fyrir liggur að Landsbankinn leitar að hentugu fjármálafyrirtæki til kaups, en ekkert hefur fengist staðfest um áhuga á þessu fyrirtækið. Verðmæti Teather & Greenwood er talið liggja á bilinu fjórir til fimm milljarðar króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×