Viðskipti innlent

Miklu munar á spám

KB banki birtir ársuppgjör sitt í dag. Ef meðaltal er tekið af spám Íslandsbanka og Landsbankans mun bankinn skila fjórtán milljörðum í hagnað árið 2004. Landsbankinn spáir 1,5 milljarða hagnaði á fjórða ársfjórðungi, en Íslandsbanki þremur. Á fjórðungnum féllu til tekjur af fyrirtækjaverkefnum, svo sem hlutafjáraukningu SÍF sem gaf rúma tvo milljarða í tekjur og hlutafjáraukningu Flugleiða auk erlendra fyrirtækjaverkefna. Þá innleysti bankinn milljarð í söluhagnað af ríflega átta prósenta hlut í Baugi. Gengistap varð hins vegar á fjórðungnum af eignarhlut í Singer og Friedlander og af skuldabréfi í Bakkavör. Lækkun hlutarins í Singer og Friedlander er ágætar fréttir fyrir bankann að því gefnu að yfirtaka sé í pípunum. Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaðan verður í ljósi mikils munar í spá bankanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×