Viðskipti innlent

Yfirtökutilboð Baugs samþykkt

Hluthafar Big Food Group samþykktu yfirtökutilboð fjárfesta undir forustu Baugs í félagið. Þar með hefst formlegt ferli uppkaupa hluta í Big Food Group sem lýkur með því að fjárfestarnir munu taka við stjórn félagsins 11. febrúar næstkomandi. Við yfirtöku Big Food mun velta fyrirtækja sem Baugur stjórnar fara fast að landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar og munu yfir 50 þúsund manns starfa hjá fyrirtækjunum. Bank of Scotland hefur yfirumsjón með fjármögnun kaupanna, en frá henni var gengið eina mínútu fyrir miðnætti 17. desember síðastliðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×