Lífið

Toppum enn frumkvöðlalistann

Þriðja árið í röð er Ísland með hæsta hlutfall frumkvöðlastarfsemi af þeim Evrópulöndum sem taka þátt í alþjóðlegri rannsókn. Þeirri viðamestu sem gerð er á frumkvöðlastarfsemi. Rögnvaldur J. Sæmundsson, forstöðumaður hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík, segir hátt hlutfall Íslendinga telja sig hafa hæfileika og sjá tækifæri til að stofna fyrirtæki. Á því séu engar augljósar skýringar. Rögnvaldur segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af aðstæðum til stofnunar nýsköpunarfyrirtækja sem byggi á nýrri tækni- og vísindaþekkingu. "Það er vegna þess að svokallaðir áhættufjárfestar, sem eru velefnaðir einstaklingar eða framtaksfjárfestingarfyrirtæki, hafa verulega dregið saman seglin undanfarið og eru nánast ekki til staðar," segir Rögnvaldur: "Auk þess sýna gögnin úr rannsókninni að fjárfestingar á hvert fyrirtæki er með því lægsta sem gerist. Þó margir fjárfesti í nýjum fyrirtækjum er um mjög lágar upphæðir að ræða og þegar kemur að nýsköpunarfyrirtækjum er fjármagnsþörfin meiri."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.