Sport

Tottenham á eftir Mido

Tottenham staðfestu nú seinni partinn að félagið á í viðræðum við ítalska stórliðið Roma um kaup á egypska sóknarmanninum Ahmed Hossam Mido. Mido hefur fá tækifæri fengið í vetur og hefur ávalt verið heitur fyrir ensku úrvaldsdeildinni. Í tilkynningu frá Tottenham sagi í dag: "Félagið getur staðfest að það á í viðræðum við Roma um hugsanleg kaup á Ahmes Hossam Mido." Mido sjálfur virðist vilja flytja sig yfir á White Hart Lane og segir á heimasíðu sinni: "Samningurinn verður staðfestur á næstu klukkutímum, en það er þó ekki ennþá búið að undirrita neitt."Mido spilaði á sínum tíma í Hollandi með Ajax þannig að bæði yfirmaður íþróttamála hjá Tottenham, Frank Arnesen og yfirþjálfarinn Martin Jol ættu að þekkja hann vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×