Innlent

Frjósamari vegna breytts litnings

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa uppgötvað þriggja milljóna ára gamlan litning í erfðamengi mannsins sem hefur að hluta til snúist á haus en þeir sem bera þennan breytta litning eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Þetta hefur líklega gerst við blöndun ólíkra tegunda. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir umhverfu vera þegar bútur af DNA hefur snúist við en uppgötvunin sýnir að umhverfu fylgir ýmislegt, t.d. að konur sem hafa hana eignast 3,2% fleiri börn en aðar konur sem er mjög mikill munur þegar hugsað er um þann tímaskala sem þróunin vinnur á. Umhverfan er nánast óþekkt í Asíu en tiltölulega algeng í Evrópu. Kári segir að umhverfan sé um þriggja milljóna ára gömul, þó það megi vera að hún líti út fyrir að vera ný því þegar stórir bútar DNA eru skoðaðir eru þeir næstum alveg eins í öllum sem hafa umhverfuna. Það veltur upp spurningunni hvernig hún hafi komist inn í erfðamengi mannsins. Einn möguleiki er að breytileikinn hafi átt sér stað vegna blöndunar milli mannsins og forvera hans, Neanderdalsmannsins.  Þetta er fyrsta dæmi um breytileika í erfðamengi mannsins sem hefur áhrif á frjósemi og, eftir því sem Kári veit, fyrsta dæmi um jákvæð áhrif breytinga erfðamengi mannsins á einum stað. Þessi uppgötvun er ekki þannig að hægt sé breyta henni í peninga. Hins vegar hafa með henni fengist aðferðir sem nýtast við rannsóknir á sjúkdómum. Kári segir ekki ljóst hvers vegna þessi breyting leiðir til fleiri afkvæma en hún veiti innsýn í sögu mannsins, erfðamengi hans og þróun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×