Dýrkeyptur forsætisráðherrastóll 13. janúar 2005 00:01 Stjórnarsamstarfið - Jón Bjarnason alþingismaður Það er oft vandi að sitja í annars manns skjóli. Það fær Halldór Ásgrímsson að reyna þessa dagana og er jafnvel kallaður "forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar". Þeir birtast sem pólitískir eineggja tvíburar og sjálfstæðismenn ná öllum óskamálum sínum fram. Má heita að stefnumál framsóknarmanna séu fullkomlega fótum troðin í þessu samstarfi. Talað er um "Litla íhaldið", hópinn sem nú ræður Framsóknarflokknum og fylgir formanninum í undirlægjuhættinum við Sjálfstæðisflokkinn. Ef fram heldur sem horfir verður það hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar sem yfirmanns einkavæðingarnefndar að selja Símann. Gallup gerði í mars 2002 skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til þeirrar sölu. Rétt 64% kjósenda Framsóknarflokksins voru henni andvíg og yfir 60% allra landsmanna vildu að Síminn yrði áfram í opinberri eigu. Fjöldi framsóknarfélaga um allt land hefur ályktað gegn sölunni. Öllum ætti að vera ljóst að í svo fámennu og dreifbýlu landi verður aldrei raunveruleg samkeppni í grunnþjónustu fjarskipta. Síminn skilar 2-3 milljarða arði í ríkissjóð árlega svo ekki er hann nú baggi á eigendunum. Þvert gegn vilja meginþorra framsóknarmanna og mikils meirihluta þjóðarinnar ætlar Halldór Ásgrímsson að lúta í gras fyrir frjálshyggjuöflum Sjálfsstæðisflokksins og selja Símann. Framsóknarmenn ættu að stöðva formann sinn í þessu máli. Pólitísku tvíburarnir tóku einir ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Að þjóðinni forspurðri settu þeir Ísland á lista hinna vígfúsu ríkja. Aldrei áður hafa íslenskir ríkisborgarar þurft að skammast sín á alþjóðavettvangi og jafnvel leyna þjóðerni sínu til að tryggja öryggi sitt á ferðalögum eða í hjálparstörfum. Um þetta höfum við nú staðfest dæmi frá Írak auk fjölmargra landa Asíu og Afríku. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups eru 84% þjóðarinnar og um 80% framsóknarmanna á móti stuðningi Íslands við innrásina í Írak Halldór Ásgrímsson lét að því liggja í fréttum að almenningur skildi ekki málið. Hann er augljóslega orðinn viðskila við sinn eigin flokk eins og raunveruleikann. Eftir hina makalausu framgöngu í fjölmiðlamálinu hefði mátt vænta þess að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna reyndu að endurheimta sátt við þjóðina í umgengni við lýðræðið og stjórnarskrá landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur þó valið að sniðganga stjórnsýslulega stöðu forsetaembættisins og sýna því lítilsvirðingu. Er skemmst að minnast ræðu forseta þingsins við setningu Alþingis í haust og fjarveru meginþorra þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins í boði forseta á Bessastöðum 1. desember sl. Um miðjan síðasta mánuð tilkynnti Halldór Ásgrímsson að hann hygðist skipa nefnd til að endurskoða stjórnarskrána. Í bréfi sem formönnum stjórnmálaflokkanna var sent með beiðni um tilnefningu voru engin skilyrði sett fyrir vinnu nefndarinnar. Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á aftursætisbílstjóranum því í næsta bréfi sagði að stjórnarskrárnefndin ætti einkum að endurskoða þá kafla, sem lúta að stöðu forsetaembættisins. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að afnema málskotsrétt forsetans og herða svo á reglum um þjóðaratkvæðagreiðslur að þær verði óvirkar. Það hlýtur að vera nöturlegt fyrir framsóknarmenn að einnig í stjórnarskrármálinu skuli formaðurinn ganga gegn vilja þeirra en fylgja kröfum sjálfstæðismanna, sem eru kampakátir. En margur framsóknarmaðurinn hlýtur að vera dapur og finnast forsætisráðherrastóllinn dýru verði keyptur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnarsamstarfið - Jón Bjarnason alþingismaður Það er oft vandi að sitja í annars manns skjóli. Það fær Halldór Ásgrímsson að reyna þessa dagana og er jafnvel kallaður "forsætisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar". Þeir birtast sem pólitískir eineggja tvíburar og sjálfstæðismenn ná öllum óskamálum sínum fram. Má heita að stefnumál framsóknarmanna séu fullkomlega fótum troðin í þessu samstarfi. Talað er um "Litla íhaldið", hópinn sem nú ræður Framsóknarflokknum og fylgir formanninum í undirlægjuhættinum við Sjálfstæðisflokkinn. Ef fram heldur sem horfir verður það hlutskipti Halldórs Ásgrímssonar sem yfirmanns einkavæðingarnefndar að selja Símann. Gallup gerði í mars 2002 skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til þeirrar sölu. Rétt 64% kjósenda Framsóknarflokksins voru henni andvíg og yfir 60% allra landsmanna vildu að Síminn yrði áfram í opinberri eigu. Fjöldi framsóknarfélaga um allt land hefur ályktað gegn sölunni. Öllum ætti að vera ljóst að í svo fámennu og dreifbýlu landi verður aldrei raunveruleg samkeppni í grunnþjónustu fjarskipta. Síminn skilar 2-3 milljarða arði í ríkissjóð árlega svo ekki er hann nú baggi á eigendunum. Þvert gegn vilja meginþorra framsóknarmanna og mikils meirihluta þjóðarinnar ætlar Halldór Ásgrímsson að lúta í gras fyrir frjálshyggjuöflum Sjálfsstæðisflokksins og selja Símann. Framsóknarmenn ættu að stöðva formann sinn í þessu máli. Pólitísku tvíburarnir tóku einir ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Að þjóðinni forspurðri settu þeir Ísland á lista hinna vígfúsu ríkja. Aldrei áður hafa íslenskir ríkisborgarar þurft að skammast sín á alþjóðavettvangi og jafnvel leyna þjóðerni sínu til að tryggja öryggi sitt á ferðalögum eða í hjálparstörfum. Um þetta höfum við nú staðfest dæmi frá Írak auk fjölmargra landa Asíu og Afríku. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups eru 84% þjóðarinnar og um 80% framsóknarmanna á móti stuðningi Íslands við innrásina í Írak Halldór Ásgrímsson lét að því liggja í fréttum að almenningur skildi ekki málið. Hann er augljóslega orðinn viðskila við sinn eigin flokk eins og raunveruleikann. Eftir hina makalausu framgöngu í fjölmiðlamálinu hefði mátt vænta þess að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna reyndu að endurheimta sátt við þjóðina í umgengni við lýðræðið og stjórnarskrá landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur þó valið að sniðganga stjórnsýslulega stöðu forsetaembættisins og sýna því lítilsvirðingu. Er skemmst að minnast ræðu forseta þingsins við setningu Alþingis í haust og fjarveru meginþorra þingmanna og ráðherra Sjálfstæðisflokksins í boði forseta á Bessastöðum 1. desember sl. Um miðjan síðasta mánuð tilkynnti Halldór Ásgrímsson að hann hygðist skipa nefnd til að endurskoða stjórnarskrána. Í bréfi sem formönnum stjórnmálaflokkanna var sent með beiðni um tilnefningu voru engin skilyrði sett fyrir vinnu nefndarinnar. Eitthvað hefur þetta farið fyrir brjóstið á aftursætisbílstjóranum því í næsta bréfi sagði að stjórnarskrárnefndin ætti einkum að endurskoða þá kafla, sem lúta að stöðu forsetaembættisins. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að afnema málskotsrétt forsetans og herða svo á reglum um þjóðaratkvæðagreiðslur að þær verði óvirkar. Það hlýtur að vera nöturlegt fyrir framsóknarmenn að einnig í stjórnarskrármálinu skuli formaðurinn ganga gegn vilja þeirra en fylgja kröfum sjálfstæðismanna, sem eru kampakátir. En margur framsóknarmaðurinn hlýtur að vera dapur og finnast forsætisráðherrastóllinn dýru verði keyptur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar