Lífið

Þremur stöðvum lokað

Útsendingu þriggja útvarpsstöðva Íslenska útvarpsfélagsins, Skonrokks, X-sins og Stjörnunnar, var hætt klukkan níu í gærkvöldi. Þá mun talmál minnka á útvarpsstöðinni Létt FM. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri ÍÚ, segir að um tíu manns hafi verið sagt upp störfum, auk verktaka. Aðrir starfsmenn verði fluttir til í starfi. Ástæðan fyrir lokununum sé langvarandi taprekstur útvarpsstöðvanna. Jóhann Hlíðar Harðarson, trúnaðarmaður Blaðamannafélagsins hjá ÍÚ, hafði ekki heyrt um málið í gærkvöldi. Í tilkynningu frá ÍÚ segir að auk útsendingar nýrrar útvarpsstöðvar, verði starfsemi Bylgjunnar og FM957 efld. Þá er ráðgert að hefja fjótlega endurvarp á erlendri fréttarás í útvarpi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.