Skoðun

Hvar er pólitíkin í leikhúsinu?

Svo virðist sem sumir leikhúslistamenn sé eitthvað geldir þessa stundina. Einmitt þegar valin eru verk sem gætu hæglega haft mikið að segja, bæði listrænt og ekki síður um ástandið í heiminum - fengið fólk til að hugsa - með sterkri skírskotun í pólitíkina, trúarbrögðin og litríkar persónur... Hvar er þetta í stóru sýningum leikhúsana sem frumsýndar voru nú um hátíðarnar? Hvernig í ósköpunum dettur höfundum verkanna í hug að gera svona grín að lesendum bókanna, já og öllum sem sækjast eftir framsæknum og sterkum sýningum. Persónugallerí bókanna - "Öxin og jörðin" og "Híbýli vindanna" - er mergjað, skýrir og magnaðir einstaklingar sem standa fyrir ákveðnum gildum eru flatir út og standa ekki fyrir neinu í sýningunum. Frásagnarmátinn gamaldags og óspennandi þar sem valin er leiðin leiðinlega að láta persónurnar tala um atburði sem gerast utansviðs í staðin fyrir að sýna átökin á sviðinu. Leiðindin í átakalitlum "slædsenum" verkanna hafa enga vísun til samtímans og litla til fortíðarinnar. Í "Híbýli vindanna" er marg troðið ofan í kok á gestum leikhúsanna að það dóu tugir eða hundruð barna, kvenna og karla á Íslandi, um borð í skipum til vesturheims og einnig í fyrirheitna landinu... og hvað... leiddi það ekki til neins. Eru höfundar að tryggja sig fyrir því að fá að setja upp "Lífsins tré"? Sýningin á "Híbýli vindanna" sé bara fyrir hlé? Ekki sjálfstætt verk. Stjórnendur sýningarinnar virðast ekki hafa haft neitt annað að segja en fjalla um dauðan, hörmungarnar og vonleysi. Hvað um vonina, ástina og kraftinn sem leiddi loks til sigurs? Komon... þetta verk sem sýningin er unnin eftir gefur miklu meiri og dýpri möguleika en að segja aðeins þessa sögu dauðans. Hvað um vísun við samtímann? Nú eru fluttir Asíbúar sem ekkert eiga - og hafa aldrei átt neitt - hreppaflutningum allt norður á litla ískalda eyju rétt við norðurpólinn. Auðvita eiga svona sýningar að vekja okkur til umhugsunar - ekki bara um fortíðina, heldur ekki síður um nútíðina og framtíðina -. Þríroghálfurtími af marg endurteknu efni, útþyntu og troðið ofan í kok á gestum, sorry, ekki spennandi leikhús, en það grétu konur í salnum í lokin.



Skoðun

Sjá meira


×