Innlent

Misjafnar aðstæður á skíðasvæðum

Skíðasvæði landsmanna eru mörg hver opin í dag. Í Skálafelli er hæg austanátt og góðar aðstæður. Veður er hins vegar að versna í Bláfjöllum og aðeins diskalyftur eru opnar þar. Opið er í Hlíðarfjalli frá kl.10 til 17 í dag, en þar var norðvestan 2-4 og sjö stiga frost rétt fyrir kl. 10. Á Hengilssvæðinu var léttskýjað, 8-10 metrar á sekúndu og fjögurra stiga frost, er þar er opið til 17 í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×