Innlent

Segir risarækjueldi áhugavert

Sveitarstjóri Reykhólahrepps segir risarækjueldi vera mjög áhugavert verkefni við fyrstu sýn og á næstunni verði það skoðað betur. Ákvörðun um næstu skref verður tekin eftir að hreppsnefnd hefur kynnt sér viðskiptaáætlun sem starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa gert um verkefnið. Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá því að á Reykhólum á föstudag hafi verið haldinn kynningarfundur um eldi á risarækju en Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að slíkum tilraunum að undanförnu. Tilraunatímabilinu er nú lokið og er nú unnið að því að kynna verkefnið fyrir þeim aðilum sem hugsanlega gætu haldið starfinu áfram. Þrír fulltrúar Orkuveitunnar kynntu verkefnið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×