Innlent

Miklar skemmdir í bruna í miðbænum

Miklar skemmdir urðu á húsi á horni Frakkastígs og Hverfisgötu þegar eldur kom þar upp laust eftir klukkan þrjú í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins sem blossaði upp í bakhúsi. Tvö hús við hliðina voru rýmd á meðan slökkvistarfi stóð. Bíll sem lagt var upp við húsið er mikið skemmdur en önnur hlið hans nánast bráðnaði vegna hitans af eldinum. Eldsupptök eru ókunn en húsið var mannlaust. Lögreglan rannsakar málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×