Innlent

Skíðasvæði víða opin

Búið er að opna mörg af skíðasvæðum landsmanna og verða þau opin fram eftir degi. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri er opið í dag milli kl.10-17. Hólabraut, Fjarkinn og Hjallabraut eru opnar og göngubrautin er opin. Þar voru norðvestan fimm til sjö metrar á sekúndu klukkan 8.45 í morgun og sex stiga frost. Í Bláfjöllum verður opið frá kl.10 til 18 í dag og líka á Hengilssvæðinu. Þar er norðaustan átta til tíu og frost sjö til átta stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×