Innlent

Allt að 60% verðmunur verkjalyfja

Verðmunur algengra verkjalyfja í apótekum er allt að sextíu prósent. Neytendasamtökin athuguðu verð á þrettán verkjalyfjum í níu apótekum á Akureyri og Reykjavík á miðvikudaginn. Verðmunur var minnstur tæplega þrjátíu prósent en mestur um sextíu prósent. Rimaapótek í Reykjavík bauð oftast lægst verð eða sex sinnum. Laugarnesapótek í Reykjavík var tíu sinnum með hæsta verð. Væru allar þrettán vörutegundirnar keyptar væri verðmunurinn tæplega 34 prósent milli dýrasta og ódýrasta apóteksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×