Innlent

60 prósent fram úr áætlun

Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að kostnaður við höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur hafi farið tæp 62 prósent fram úr áætlun, en ekki rúm 30 prósent eins og kynnt var. Kostnaðaráætlun á verðlagi í janúar 2005 hafi hljóðað upp á 2.933 milljónir, en byggingakostnaðurinn hafi verið 4.748 milljónir. Því hafi verið farið 1.815 milljónir fram yfir áætlun. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar segir þetta óeðlilega útreikninga, því Norðurhúsið, sem er innifalið í lokatölunni hafi verið keypt áður en kostnaðaráætlun hafi verið gerð. Aðalmistök við kostnaðaráætlunina hafi líklega legið í því að Verkfræðistofa VSÓ, sem gerði kostnaðaráætlunin, hafi miðað við þá nýbyggt hús Nýherja, en það hafi allt verið einfaldara og ódýrara. Þá hafi önnur mistök verið gerð, eins og að reikna ekki með loftræstingum og byggingin sé þúsund fm2 stærri en gert hafi verið ráð fyrir í upphafi. Guðlaugur segir það eftiráskýringu að segja að ekki eigi að taka Norðurhúsið með í reikningin. Í allri umræðu um byggingarkostnað hafi menn aldrei bara verið að ræða um aðalbygginguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×