Fókus býður í bíó 7. janúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir með DV. Þessa vikuna býður blaðið lesendum sínum á hefndarmyndina Oldboy, sem hefur farið sigurför um heiminn. Vann m.a. verðlaun dómnefndar á Cannes. Hún fjallar um mann sem er rænt og hent í heimatilbúið fangelsi í fimmtán ár. Einn daginn er honum sleppt og upphefst þá klikkaður eltingaleikur við óvininn. Í Fókus í dag er að finna bíómiða, sem lesendur geta klippt út, komið með á skrifstofu Fókus í Skaftahlíð og skipt fyrir miða á Oldboy. Hringið í síma 550 5000 fyrir frekari upplýsingar. Fimmtán ár í fangelsi -- fimm dagar til að fatta plottið Kóreski leikstjórinn Pak Chan-wook vakti síðast mikla athygli fyrir hina blóðugu Sympathy for Mr. Vengeance, sem rataði á myndbandaleigur landsins ekki alls fyrir löngu. Þó hún næði mikilli útbreiðslu og vakti athygli taldist hún nú samt sem áður flopp í heimalandinu. Chan-wook þarf hinsvegar ekki lengur að hafa áhyggjur af því. Old Boy, sem um helgina er tekin til sýninga í Laugarásbíói, sló í gegn í fyrra og hefur fengið fjölda viðurkenninga um allan heim. Tarantino fílar myndina Old Boy er byggð á samnefndri manga-teiknimyndasögu frá Japan. Helsta afrek myndarinnar var á Cannes-kvikmyndahátíðinni síðastliðið vor. Þá vann hún aðalverðlaun dómnefndar, með Quintin Tarantino í forsvari. Það mætti kalla það önnur verðlaun hátíðarinnar en þó er listfengi oft frekar haft að leiðarljósi í þeim. Hún var einnig kjörin besta erlenda myndin á óháðu bresku kvikmyndaverðlaununum og reið feitum hesti frá kóresku verðlaununum. Það er ekki skrýtið. Þetta er ein vinsælasta mynd sem komið hefur frá Kóreu og hún ryður án efa brautina fyrir fleiri myndir þaðan. Kolkrabbarnir étnir Suður-Kóreski leikstjórinn Chan-wook gerði fyrst vart við sig árið 2000 með myndinni Joint Security Area, þar sem umfjöllunarefnið var hermenn sitthvorum megin við víglínuna sem sker í sundur Kóreu. Hún var tilnefndi til Gullbjörnsins og vann mörg alþjóðleg verðlaun. Chan-wook vandar mjög til verksins í Old Boy, öll skot og senur eru úthugsuð. Ofbeldi myndarinnar er nokkuð hrottafengið en þó hefur það farið hvað mest fyrir brjóstið á áhorfendum að aðalhetjan snæðir í einu atriði lifandi kolkrabba. Þetta þykir hinsvegar herramannsmatur í Kóreu, jafn hversdagslegur og svið. Þegar Chan-wook tók við verðlaununum í Cannes síðastliðið vor þakkaði hann kolkröbbunum sérstaklega fyrir samstarfið. Hvers vegna? Í aðalhlutverkum Old Boy eru nokkrir af vinsælustu leikurum Kóreu, Choi Min-sik og Yu Ji-tae. Min-sik undirbjó sig í marga mánuði fyrir hlutverkið og leikur öll áhættuatriði sjálfur. Söguþráðurinn er frumlegur, ekki drifinn áfram af hinni sígildu krimmaspurningu "hver gerði það?" heldur "hvers vegna?". Í byrjun myndarinnar er Dae-su, leikinn af Min-sik, fúllyndur gaur sem á konu og ungt barn. Honum til mikillar furðu ræna nokkrir bísar honum eftir fyllerí og skella honum í heimatilbúið fangelsi, líkast lélegu hótelherbergi. Þar fær hann að dúsa í hvorki meira né minna en fimmtán ár, aðeins með bækur og sjónvarp til að drepa tímann. Í fangelsinu notar Dae-su tímann til að styrkja líkamann en kemst ekki hjá því að verða létt geggjaður. Þegar hann er rétt við það að átta sig á því hvernig er hægt að sleppa úr prísundinni er honum sleppt. Hann er fráviða af reiði og getur ekki hugsað um annað en hefnd. Skiljanlega, í sjónvarpinu sá hann m.a. að ræningjarnir myrtu konu hans. Dóttirin til Svíþjóðar Dae-su þarf ekki að bíða lengi eftir því að komast á slóð ræningjans. Hittir hann meira að segja furðufljótt. Sá er hinsvegar með tromp í erminni: "Ef þú drepur mig núna færðu aldrei að vita afhverju ég gerði þetta." Þannig atvikast það að Dae-su fær fimm daga til að finna út úr þessu. Ef það tekst þá drepur ræninginn sig sjálfur. Annars deyr Dae-su á hrottafenginn hátt. Inn í þetta flækist síðan ung sushistúlka sem hann kynnist og ákveður að hjálpa honum. Einnig þarf hann að hafa upp á dóttur sinni, sem var send í fóstur til Svíþjóðar þegar ósköpin dundu yfir. Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna er lausina að finna í fortíðinni. Dae-su endar því í skólanum sínum og leitar vísbendinga þar. Þá er bara spurning hvort honum tekst að fatta plottið innan tímamarkanna. Lesendum Fókus býðst að komast að því með því að klippa bíómiðann út og skipta honum fyrir sæti í Laugarásbíó. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir með DV. Þessa vikuna býður blaðið lesendum sínum á hefndarmyndina Oldboy, sem hefur farið sigurför um heiminn. Vann m.a. verðlaun dómnefndar á Cannes. Hún fjallar um mann sem er rænt og hent í heimatilbúið fangelsi í fimmtán ár. Einn daginn er honum sleppt og upphefst þá klikkaður eltingaleikur við óvininn. Í Fókus í dag er að finna bíómiða, sem lesendur geta klippt út, komið með á skrifstofu Fókus í Skaftahlíð og skipt fyrir miða á Oldboy. Hringið í síma 550 5000 fyrir frekari upplýsingar. Fimmtán ár í fangelsi -- fimm dagar til að fatta plottið Kóreski leikstjórinn Pak Chan-wook vakti síðast mikla athygli fyrir hina blóðugu Sympathy for Mr. Vengeance, sem rataði á myndbandaleigur landsins ekki alls fyrir löngu. Þó hún næði mikilli útbreiðslu og vakti athygli taldist hún nú samt sem áður flopp í heimalandinu. Chan-wook þarf hinsvegar ekki lengur að hafa áhyggjur af því. Old Boy, sem um helgina er tekin til sýninga í Laugarásbíói, sló í gegn í fyrra og hefur fengið fjölda viðurkenninga um allan heim. Tarantino fílar myndina Old Boy er byggð á samnefndri manga-teiknimyndasögu frá Japan. Helsta afrek myndarinnar var á Cannes-kvikmyndahátíðinni síðastliðið vor. Þá vann hún aðalverðlaun dómnefndar, með Quintin Tarantino í forsvari. Það mætti kalla það önnur verðlaun hátíðarinnar en þó er listfengi oft frekar haft að leiðarljósi í þeim. Hún var einnig kjörin besta erlenda myndin á óháðu bresku kvikmyndaverðlaununum og reið feitum hesti frá kóresku verðlaununum. Það er ekki skrýtið. Þetta er ein vinsælasta mynd sem komið hefur frá Kóreu og hún ryður án efa brautina fyrir fleiri myndir þaðan. Kolkrabbarnir étnir Suður-Kóreski leikstjórinn Chan-wook gerði fyrst vart við sig árið 2000 með myndinni Joint Security Area, þar sem umfjöllunarefnið var hermenn sitthvorum megin við víglínuna sem sker í sundur Kóreu. Hún var tilnefndi til Gullbjörnsins og vann mörg alþjóðleg verðlaun. Chan-wook vandar mjög til verksins í Old Boy, öll skot og senur eru úthugsuð. Ofbeldi myndarinnar er nokkuð hrottafengið en þó hefur það farið hvað mest fyrir brjóstið á áhorfendum að aðalhetjan snæðir í einu atriði lifandi kolkrabba. Þetta þykir hinsvegar herramannsmatur í Kóreu, jafn hversdagslegur og svið. Þegar Chan-wook tók við verðlaununum í Cannes síðastliðið vor þakkaði hann kolkröbbunum sérstaklega fyrir samstarfið. Hvers vegna? Í aðalhlutverkum Old Boy eru nokkrir af vinsælustu leikurum Kóreu, Choi Min-sik og Yu Ji-tae. Min-sik undirbjó sig í marga mánuði fyrir hlutverkið og leikur öll áhættuatriði sjálfur. Söguþráðurinn er frumlegur, ekki drifinn áfram af hinni sígildu krimmaspurningu "hver gerði það?" heldur "hvers vegna?". Í byrjun myndarinnar er Dae-su, leikinn af Min-sik, fúllyndur gaur sem á konu og ungt barn. Honum til mikillar furðu ræna nokkrir bísar honum eftir fyllerí og skella honum í heimatilbúið fangelsi, líkast lélegu hótelherbergi. Þar fær hann að dúsa í hvorki meira né minna en fimmtán ár, aðeins með bækur og sjónvarp til að drepa tímann. Í fangelsinu notar Dae-su tímann til að styrkja líkamann en kemst ekki hjá því að verða létt geggjaður. Þegar hann er rétt við það að átta sig á því hvernig er hægt að sleppa úr prísundinni er honum sleppt. Hann er fráviða af reiði og getur ekki hugsað um annað en hefnd. Skiljanlega, í sjónvarpinu sá hann m.a. að ræningjarnir myrtu konu hans. Dóttirin til Svíþjóðar Dae-su þarf ekki að bíða lengi eftir því að komast á slóð ræningjans. Hittir hann meira að segja furðufljótt. Sá er hinsvegar með tromp í erminni: "Ef þú drepur mig núna færðu aldrei að vita afhverju ég gerði þetta." Þannig atvikast það að Dae-su fær fimm daga til að finna út úr þessu. Ef það tekst þá drepur ræninginn sig sjálfur. Annars deyr Dae-su á hrottafenginn hátt. Inn í þetta flækist síðan ung sushistúlka sem hann kynnist og ákveður að hjálpa honum. Einnig þarf hann að hafa upp á dóttur sinni, sem var send í fóstur til Svíþjóðar þegar ósköpin dundu yfir. Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna er lausina að finna í fortíðinni. Dae-su endar því í skólanum sínum og leitar vísbendinga þar. Þá er bara spurning hvort honum tekst að fatta plottið innan tímamarkanna. Lesendum Fókus býðst að komast að því með því að klippa bíómiðann út og skipta honum fyrir sæti í Laugarásbíó.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira