Tveggja manna tal 7. janúar 2005 00:01 Ísland og Írak - Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Einhverstaðar las ég að mikil velsæld geti orðið hættuleg lýðræðinu. Þá er vísað til þess að manneskja sem lifir þægindafullu lífi gerist værukær og sjálfhverf með tímanum, hún hættir að mestu að hugsa út fyrir garðinn sinn og um hag samfélagsins, þróun lýðræðisins, og dofni svo verulega í áhuganum í stjórnmálum að völd stjórnvalda eflist hægt og bítandi langt umfram það sem lýðræðishugsjónin leggur upp með. Ég held að það sé heilmargt til í þessu. Það er erfitt að fara með vald án þess að spillast af því, maðurinn er einfaldlega þannig samansettur, og við getum þá rétt ímyndað okkur hættuna sem felst í því ef stjórnmálamaður, sama hvaða nafni hann nefnist, sama hvar í flokki hann stendur, fái það á tilfinninguna að almenningur sé hættur að fylgjast með starfi hans, nema þá stopult, tilviljunarkennt. Með tímanum fer hann að líta svo á, ómeðvitað í flestum tilvikum, að valdið tilheyri honum, það sé hans og því þarflaust að taka tillit til almennings - þurfi ekki lengur að spyrja hann álits, hlera eftir viðbrögðum hans, nema þá á fjögurra ára fresti, í rússíbanaferð kosningaherferðarinnar. Og hvað er þá orðið um lýðræðið sem stendur og fellur með vakandi áhuga almennings og aðhaldi hans á stjórnmálamenn, stöðugu aðhaldi svo þeir gleymi því aldrei hvaðan þeir þiggja valdið, fyrir hverja þeir starfa. Í mínu nafni, og í þínu nafni Við höfum síðustu árin horft upp á hvernig stjórnvöld hafa eflst að völdum og áhrif almennings jafnframt dvínað - en þar getum við því miður engum um kennt nema okkur sjálfum. Við höfum líklega meiri áhuga á sjónvarpsdagskránni en stjórnmálum, þekkjum betur til liðsmanna Chelsea-liðsins en þingmanna á alþingi Íslendinga. Þægindin hafa gert okkur værukær, syfjuð, sjálfhverf, við erum ekki lengur þátttakendur heldur áhorfendur, stjórnmálamennirnir finna fyrir því og sumir þeirra eru farnir að hegða sér í samræmi við það; vald spillir. Skýrasta dæmið um dofnandi lýðræðishugsun, eða -vitund, og "frjálslega" hegðun þeirra stjórnmálamanna sem telja sig óbundna af anda og reglum lýðræðisins, er sú ákvörðun að setja Ísland á lista hinna staðföstu og þar með segja Írak stríð á hendur. Ég þarf ekki að rifja þetta upp, en geri það samt; það voru tveir menn sem tóku ákvörðunina um að setja Ísland á listann. Tveir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun sem snertir alla þjóðina, hvert og eitt einasta mannsbarn, ákvörðun sem hefur vakið mikla athygli úti í heimi. Það voru tveir menn og þeir litu svo á að þeir töluðu í nafni þjóðarinnar. Í mínu nafni, og í þínu nafni. Og það jafnvel þótt íslensk lög kveði svo á að slík mál eigi fyrst að fá umfjöllun í utanríkismálanefnd Alþingis. Og það jafnvel þótt málið hafi verið mjög umdeilt, bæði á lands- og heimsvísu. Og það jafnvel þó að allt það mesta og einlægasta sem lýðræðishugsjónin stendur fyrir, segi okkur að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka fyrr en talsverður fjöldi einstaklinga hafi komið henni, að fram hafi farið víðtæk umræða. Það eru til önnur stjórnunarform en lýðræði, einræði er eitt þeirra. Eitt af því sem einkennir einræðið er að örfáir aðilar, jafnvel bara einn eða tveir, taki allar stærri ákvarðanir, án þess að það hvarfli að þeim að hlera eftir vilja almennings, sem þeir telja sig hvort sem er hafa vit fyrir. Ég man ekki eftir skýrari, hreinlega dimmari dæmi um dofnandi lýðræðisvitund íslenskra stjórnvalda en Íraksmálið og eftirmála þess. Tveir menn taka ákvörðun fyrir alla þjóðina, stóra ákvörðun, taka hana sín á milli og sýna síðan engan vilja eða áhuga að útskýra ákvörðunarferlið, og það sem óttalegra er; það er ekkert í þeirra máli eða framkomu sem bendir til þess að þeir telji sig hafa farið offari. Tveir menn, forsætis -og utanríkisráðherra í lýðræðisríki, stíga yfir skráðar og óskráðar reglur lýðræðisins og sjá ekkert athugavert við það. Lýðræði ekki tveggja manna tal Íslenskir stjórnmálamenn virðast á stundum haga sér eins og lýðræðishugsjónin sé spariföt sem þeir klæðast á fjögurra ára fresti, þess á milli sé valdið alfarið þeirra. Ákvörðunin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu rennir óþægilega styrkum stoðum undir þann grun. Vald spillir og því fastar sem við almenningur sofum, því meiri völd safnast á hendur stjórnvalda, og því hraðar fjarlægast þau lýðræðishugsunina. Við þurfum að vakna, rífa okkur undan seiðandi söng allsnægtar, leggja sjónvarpsdagskrána, leikuppstillingu Chelsea liðsins, nýjustu bæklinga ferðaskrifstofanna, leggja þetta allt til hliðar, og láta vita að okkur stendur ekki á sama; stíga fram og lýsa því yfir að lýðræði sé ekki tveggja manna tal. Undanfarnar vikur hefur Þjóðarhreyfingin, þverpólitísk grasrótarhreyfing, staðið að söfnun til þess að borga auglýsingu í stórblaðinu New York Times þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á innrásinni, sem var gerð þvert á vilja Sameinuðu þjóðarinnar, innrás sem var brot á alþjóðalögum. Í auglýsingunni er tekið fram að ákvörðunin um að styðja innrásina, hafi ekki verið tekin í nafni íslensku þjóðarinnar, að það hafi ekki verið farið að reglum lýðræðisins, að ákvörðunin hafi verið tveggja manna tal forsætis -og utanríkisráðherra. Og undanfarnar vikur hafa ýmsir aðilar lagt umtalsvert á sig að gera lítið úr þessari grasrótarhreyfingu, meðal annars staðhæft að hún hafi engan rétt á að birta auglýsinguna í nafni þjóðarinnar. Samt hafa skoðnakannanir sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar, allt að 4/5, sé mótfallinn þeirri ákvörðun að setja okkur á lista hinna staðföstu. Það er sama hvaða reiknislögmál eru notuð í þessu dæmi; vilji 4/5 hluti íslensku þjóðarinnar vegur drjúgum meira en ákvörðun tveggja einstaklinga, og það jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Ég hvet því sem flesta að leggja auglýsingunni lið. Það er hægt með því að hringja í símanúmerið 90 20000, og þú ert búin(n) að leggja söfnunni til eitt þúsund krónur, eitt símtal í nafni lýðræðis. Það er líka hægt að leggja frjáls framlög inn á bankareikning 1150-26-833 í SPRON (Þjóðarhreyfingin: kt. 640604-2390), og nálgast frekari upplýsingar á www.thjodarhreyfingin.is. Allur afgangur af söfnunni, verði hann einhver, rennur óskiptur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum borgurum í Írak. Valdið er ekki ykkar Eitt að lokum; sá sem leggur auglýsingunni lið er ekki bara að mótmæla hernaði í Írak og stuðningi íslenskra stjórnvalda við hann, heldur einnig að mótmæla því að tveir menn hafi tekið sér um tíma einræðisvald hér á Íslandi. Því fleiri sem leggja auglýsingunni lið, því öflugari verða þau skilaboð til íslenskra stjórnmálamanna að það sé fylgst með ákvörðunum þeirra. Þeir sem leggja auglýsingunni lið segja; okkur stendur ekki á sama. Við látum ekki hunsa okkur; valdið er ekki ykkar og lýðræði er annað og meira en tveggja manna tal. Daufleg þátttaka mun hinsvegar freista stjórnvalda, þeirra sem sitja núna og þeirra sem taka við, að hegða sér eins og ráðherrarnir tveir og taka sér alræðisvald í mikilvægum málum, í þeirri trú að við sofum þungum svefni allsnægtanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ísland og Írak - Jón Kalman Stefánsson rithöfundur Einhverstaðar las ég að mikil velsæld geti orðið hættuleg lýðræðinu. Þá er vísað til þess að manneskja sem lifir þægindafullu lífi gerist værukær og sjálfhverf með tímanum, hún hættir að mestu að hugsa út fyrir garðinn sinn og um hag samfélagsins, þróun lýðræðisins, og dofni svo verulega í áhuganum í stjórnmálum að völd stjórnvalda eflist hægt og bítandi langt umfram það sem lýðræðishugsjónin leggur upp með. Ég held að það sé heilmargt til í þessu. Það er erfitt að fara með vald án þess að spillast af því, maðurinn er einfaldlega þannig samansettur, og við getum þá rétt ímyndað okkur hættuna sem felst í því ef stjórnmálamaður, sama hvaða nafni hann nefnist, sama hvar í flokki hann stendur, fái það á tilfinninguna að almenningur sé hættur að fylgjast með starfi hans, nema þá stopult, tilviljunarkennt. Með tímanum fer hann að líta svo á, ómeðvitað í flestum tilvikum, að valdið tilheyri honum, það sé hans og því þarflaust að taka tillit til almennings - þurfi ekki lengur að spyrja hann álits, hlera eftir viðbrögðum hans, nema þá á fjögurra ára fresti, í rússíbanaferð kosningaherferðarinnar. Og hvað er þá orðið um lýðræðið sem stendur og fellur með vakandi áhuga almennings og aðhaldi hans á stjórnmálamenn, stöðugu aðhaldi svo þeir gleymi því aldrei hvaðan þeir þiggja valdið, fyrir hverja þeir starfa. Í mínu nafni, og í þínu nafni Við höfum síðustu árin horft upp á hvernig stjórnvöld hafa eflst að völdum og áhrif almennings jafnframt dvínað - en þar getum við því miður engum um kennt nema okkur sjálfum. Við höfum líklega meiri áhuga á sjónvarpsdagskránni en stjórnmálum, þekkjum betur til liðsmanna Chelsea-liðsins en þingmanna á alþingi Íslendinga. Þægindin hafa gert okkur værukær, syfjuð, sjálfhverf, við erum ekki lengur þátttakendur heldur áhorfendur, stjórnmálamennirnir finna fyrir því og sumir þeirra eru farnir að hegða sér í samræmi við það; vald spillir. Skýrasta dæmið um dofnandi lýðræðishugsun, eða -vitund, og "frjálslega" hegðun þeirra stjórnmálamanna sem telja sig óbundna af anda og reglum lýðræðisins, er sú ákvörðun að setja Ísland á lista hinna staðföstu og þar með segja Írak stríð á hendur. Ég þarf ekki að rifja þetta upp, en geri það samt; það voru tveir menn sem tóku ákvörðunina um að setja Ísland á listann. Tveir einstaklingar sem tóku þessa ákvörðun sem snertir alla þjóðina, hvert og eitt einasta mannsbarn, ákvörðun sem hefur vakið mikla athygli úti í heimi. Það voru tveir menn og þeir litu svo á að þeir töluðu í nafni þjóðarinnar. Í mínu nafni, og í þínu nafni. Og það jafnvel þótt íslensk lög kveði svo á að slík mál eigi fyrst að fá umfjöllun í utanríkismálanefnd Alþingis. Og það jafnvel þótt málið hafi verið mjög umdeilt, bæði á lands- og heimsvísu. Og það jafnvel þó að allt það mesta og einlægasta sem lýðræðishugsjónin stendur fyrir, segi okkur að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka fyrr en talsverður fjöldi einstaklinga hafi komið henni, að fram hafi farið víðtæk umræða. Það eru til önnur stjórnunarform en lýðræði, einræði er eitt þeirra. Eitt af því sem einkennir einræðið er að örfáir aðilar, jafnvel bara einn eða tveir, taki allar stærri ákvarðanir, án þess að það hvarfli að þeim að hlera eftir vilja almennings, sem þeir telja sig hvort sem er hafa vit fyrir. Ég man ekki eftir skýrari, hreinlega dimmari dæmi um dofnandi lýðræðisvitund íslenskra stjórnvalda en Íraksmálið og eftirmála þess. Tveir menn taka ákvörðun fyrir alla þjóðina, stóra ákvörðun, taka hana sín á milli og sýna síðan engan vilja eða áhuga að útskýra ákvörðunarferlið, og það sem óttalegra er; það er ekkert í þeirra máli eða framkomu sem bendir til þess að þeir telji sig hafa farið offari. Tveir menn, forsætis -og utanríkisráðherra í lýðræðisríki, stíga yfir skráðar og óskráðar reglur lýðræðisins og sjá ekkert athugavert við það. Lýðræði ekki tveggja manna tal Íslenskir stjórnmálamenn virðast á stundum haga sér eins og lýðræðishugsjónin sé spariföt sem þeir klæðast á fjögurra ára fresti, þess á milli sé valdið alfarið þeirra. Ákvörðunin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu rennir óþægilega styrkum stoðum undir þann grun. Vald spillir og því fastar sem við almenningur sofum, því meiri völd safnast á hendur stjórnvalda, og því hraðar fjarlægast þau lýðræðishugsunina. Við þurfum að vakna, rífa okkur undan seiðandi söng allsnægtar, leggja sjónvarpsdagskrána, leikuppstillingu Chelsea liðsins, nýjustu bæklinga ferðaskrifstofanna, leggja þetta allt til hliðar, og láta vita að okkur stendur ekki á sama; stíga fram og lýsa því yfir að lýðræði sé ekki tveggja manna tal. Undanfarnar vikur hefur Þjóðarhreyfingin, þverpólitísk grasrótarhreyfing, staðið að söfnun til þess að borga auglýsingu í stórblaðinu New York Times þar sem íraska þjóðin er beðin afsökunar á innrásinni, sem var gerð þvert á vilja Sameinuðu þjóðarinnar, innrás sem var brot á alþjóðalögum. Í auglýsingunni er tekið fram að ákvörðunin um að styðja innrásina, hafi ekki verið tekin í nafni íslensku þjóðarinnar, að það hafi ekki verið farið að reglum lýðræðisins, að ákvörðunin hafi verið tveggja manna tal forsætis -og utanríkisráðherra. Og undanfarnar vikur hafa ýmsir aðilar lagt umtalsvert á sig að gera lítið úr þessari grasrótarhreyfingu, meðal annars staðhæft að hún hafi engan rétt á að birta auglýsinguna í nafni þjóðarinnar. Samt hafa skoðnakannanir sýnt að mikill meirihluti þjóðarinnar, allt að 4/5, sé mótfallinn þeirri ákvörðun að setja okkur á lista hinna staðföstu. Það er sama hvaða reiknislögmál eru notuð í þessu dæmi; vilji 4/5 hluti íslensku þjóðarinnar vegur drjúgum meira en ákvörðun tveggja einstaklinga, og það jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Ég hvet því sem flesta að leggja auglýsingunni lið. Það er hægt með því að hringja í símanúmerið 90 20000, og þú ert búin(n) að leggja söfnunni til eitt þúsund krónur, eitt símtal í nafni lýðræðis. Það er líka hægt að leggja frjáls framlög inn á bankareikning 1150-26-833 í SPRON (Þjóðarhreyfingin: kt. 640604-2390), og nálgast frekari upplýsingar á www.thjodarhreyfingin.is. Allur afgangur af söfnunni, verði hann einhver, rennur óskiptur til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðshrjáðum borgurum í Írak. Valdið er ekki ykkar Eitt að lokum; sá sem leggur auglýsingunni lið er ekki bara að mótmæla hernaði í Írak og stuðningi íslenskra stjórnvalda við hann, heldur einnig að mótmæla því að tveir menn hafi tekið sér um tíma einræðisvald hér á Íslandi. Því fleiri sem leggja auglýsingunni lið, því öflugari verða þau skilaboð til íslenskra stjórnmálamanna að það sé fylgst með ákvörðunum þeirra. Þeir sem leggja auglýsingunni lið segja; okkur stendur ekki á sama. Við látum ekki hunsa okkur; valdið er ekki ykkar og lýðræði er annað og meira en tveggja manna tal. Daufleg þátttaka mun hinsvegar freista stjórnvalda, þeirra sem sitja núna og þeirra sem taka við, að hegða sér eins og ráðherrarnir tveir og taka sér alræðisvald í mikilvægum málum, í þeirri trú að við sofum þungum svefni allsnægtanna.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun