Rauðvínssölu hætt á Íslandi! 6. janúar 2005 00:01 Vínmenning á Íslandi - R. Freyr Rúnarsson sameindalíffræðingur Þetta er fyrirsögn sem myndi fá margan sælkerann til að súpa hveljur. Hvað myndum við gera hér á landi ef ÁTVR myndi taka þá ákvörðun að hætta sölu á rauðvíni og selja aðeins hvítvín? Við vitum flest að rautt og hvítt í þessu samhengi er álíka ólíkt og svart og hvítt en færri spá í muninum á lager bjór og öli (ale) sem er þó álíka afgerandi. Sem betur fer er fyrirsögnin uppspuni en hins vegar eru sambærilegir atburðir að gerast í heimi bjórsins. Ég hef lengi verið fyrir bjórinn gefinn og hef lagt stund á bjórsmökkun nú um þó nokkurt skeið (sjá www.bjorbok.net) Bjórsmökkun mín hófst frekar rólega þar sem úrvalið var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ekki leið á löngu uns ég hafði smakkað allan þann bjór sem í boði var og það rann upp fyrir mér hversu lélegt úrval bjórs var á Íslandi, það vantaði nánast allt öl. Að vísu er stutt síðan við Íslendingar máttum hreinlega ekki versla bjór í heimahögunum og erum við því ung bjórdrykkjuþjóð. Hingað til höfum við því haft afsökun fyrir lélegu úrvali. Þróunin lofaði góðu í upphafi og við höfum orðið vitni að komu öls m.a. frá Belgíu eins og Duvel, Chimay, o.fl. Þetta eru allt bjórar á heimsmælikvarða og framtíðin virtist því björt, en Adam var ekki lengi í paradís því í dag hefur markaðurinn og íslensk bjórmenning orðið fyrir miklu áfalli. Fréttir um að Chimay, Hoegaarden, Orval, Westmalle og sjálfur konungurinn Duvel séu dottnir út af markaði koma eins og blaut tuska framan í andlit okkar bjórgæðinga og maður skilur ekki hvað er að gerast. Eru Íslendingar einfaldlega bara þröngsýnir og íhaldssamir og vilja bara sama gamla lagerinn til að drekka frá sér allt vit um helgar, eða má kenna um fáfræði, skorti á upplýsingum og ótrúlega háu verðlagi? Íslendingar hafa gaman að því að pæla í rauðvíni, koníaki og öðru víni þannig að við virðumst hafa þetta í okkur, við erum ekki lengur einhverjir ófágaðir sveitalubbar borðandi úldinn þorramat í torfkofunum okkar. Vandinn liggur í áfengislögunum og ÁTVR sem hefur einkaleyfi á smásölu áfengis og stjórnar því hvaða áfengi við Íslendingar getum notið sem og verðlagi. Í dag er nánast ómögulegt að koma með nýjan bjór á markað því áður en hann kemst í fasta sölu þarf að seljast ákveðið magn af honum í reynslusölu. En til að vara seljist þarf neytandinn svo að vita um tilvist hennar og til þess að gera það þarf að auglýsa hana sem aftur er ólöglegt á Íslandi. Þetta er því óttalegur vítahringur. Enn fremur er álagning á bjór ótrúleg og við getum státað af dýrasta bjór veraldar. Ný vara eins og hágæða bjór kemur því í reynslusölu án þess að nokkur viti af henni og þeir fáu sem uppgötva hana fyrir tilviljun þurfa að punga út formúum til þess að njóta hennar. Buddan leyfir einfaldlega ekki tilraunir með "skrítinn" bjór. Það er kominn tími til að gefa léttvín frjálst og auka þannig samkeppni, lækka verð og ná bjórmenningunni upp á svipuð plön og víðast hvar í heiminum í kringum okkur. Það eru lágmarks mannréttindi að fá að njóta bjórs, eins elsta og merkasta drykk mannkyns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Vínmenning á Íslandi - R. Freyr Rúnarsson sameindalíffræðingur Þetta er fyrirsögn sem myndi fá margan sælkerann til að súpa hveljur. Hvað myndum við gera hér á landi ef ÁTVR myndi taka þá ákvörðun að hætta sölu á rauðvíni og selja aðeins hvítvín? Við vitum flest að rautt og hvítt í þessu samhengi er álíka ólíkt og svart og hvítt en færri spá í muninum á lager bjór og öli (ale) sem er þó álíka afgerandi. Sem betur fer er fyrirsögnin uppspuni en hins vegar eru sambærilegir atburðir að gerast í heimi bjórsins. Ég hef lengi verið fyrir bjórinn gefinn og hef lagt stund á bjórsmökkun nú um þó nokkurt skeið (sjá www.bjorbok.net) Bjórsmökkun mín hófst frekar rólega þar sem úrvalið var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ekki leið á löngu uns ég hafði smakkað allan þann bjór sem í boði var og það rann upp fyrir mér hversu lélegt úrval bjórs var á Íslandi, það vantaði nánast allt öl. Að vísu er stutt síðan við Íslendingar máttum hreinlega ekki versla bjór í heimahögunum og erum við því ung bjórdrykkjuþjóð. Hingað til höfum við því haft afsökun fyrir lélegu úrvali. Þróunin lofaði góðu í upphafi og við höfum orðið vitni að komu öls m.a. frá Belgíu eins og Duvel, Chimay, o.fl. Þetta eru allt bjórar á heimsmælikvarða og framtíðin virtist því björt, en Adam var ekki lengi í paradís því í dag hefur markaðurinn og íslensk bjórmenning orðið fyrir miklu áfalli. Fréttir um að Chimay, Hoegaarden, Orval, Westmalle og sjálfur konungurinn Duvel séu dottnir út af markaði koma eins og blaut tuska framan í andlit okkar bjórgæðinga og maður skilur ekki hvað er að gerast. Eru Íslendingar einfaldlega bara þröngsýnir og íhaldssamir og vilja bara sama gamla lagerinn til að drekka frá sér allt vit um helgar, eða má kenna um fáfræði, skorti á upplýsingum og ótrúlega háu verðlagi? Íslendingar hafa gaman að því að pæla í rauðvíni, koníaki og öðru víni þannig að við virðumst hafa þetta í okkur, við erum ekki lengur einhverjir ófágaðir sveitalubbar borðandi úldinn þorramat í torfkofunum okkar. Vandinn liggur í áfengislögunum og ÁTVR sem hefur einkaleyfi á smásölu áfengis og stjórnar því hvaða áfengi við Íslendingar getum notið sem og verðlagi. Í dag er nánast ómögulegt að koma með nýjan bjór á markað því áður en hann kemst í fasta sölu þarf að seljast ákveðið magn af honum í reynslusölu. En til að vara seljist þarf neytandinn svo að vita um tilvist hennar og til þess að gera það þarf að auglýsa hana sem aftur er ólöglegt á Íslandi. Þetta er því óttalegur vítahringur. Enn fremur er álagning á bjór ótrúleg og við getum státað af dýrasta bjór veraldar. Ný vara eins og hágæða bjór kemur því í reynslusölu án þess að nokkur viti af henni og þeir fáu sem uppgötva hana fyrir tilviljun þurfa að punga út formúum til þess að njóta hennar. Buddan leyfir einfaldlega ekki tilraunir með "skrítinn" bjór. Það er kominn tími til að gefa léttvín frjálst og auka þannig samkeppni, lækka verð og ná bjórmenningunni upp á svipuð plön og víðast hvar í heiminum í kringum okkur. Það eru lágmarks mannréttindi að fá að njóta bjórs, eins elsta og merkasta drykk mannkyns.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar