Lífið

Seldist upp á mettíma

Um miðjan dag í gær seldist upp á aukasýningu af Hárinu sem verður í Austurbæ á laugardagskvöldið klukkan átta til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu á annan í jólum. Björn Thors, einn aðstandenda sýningarinnar, segir miðana hafa rokið út á mettíma, en allir sem að sýningunni koma gefa vinnu sína og allur ágóði rennur til hjálparstarfsins. "Að auki hefur KB banki lofað að tvöfalda upphæðina sem inn kemur," sagði hann og benti á að þótt ákveðið hafi verið að selja miða á ákveðnu lágmarksverði, 2.900 krónum, sé fólki frjálst að greiða meira þegar miðar eru sóttir. Hann segir megnið af miðasölunni hafa farið fram á netinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.