Lífið

Eignaðist lítinn engil

"Mér finnst æðilegt að vera heima með henni og hún er algjör engill," segir handboltakonan Harpa Melsted sem eignaðist litla dóttur þann 5. júlí. Þetta er fyrsta barn Hörpu og hún nýtur þess að vera nýbökuð móðir og viðurkennir að dóttirin sé dálítil mömmustelpa þó hún sé einnig mjög hrifin af pabba sínum. "Ég vildi helst vera hjá henni sem lengst og vonast til að geta fengið dagmömmu hálfan daginn. Þá væri þetta lítil fjarvera því hún sefur úti í vagni og ég myndi sækja hana þegar hún væri að vakna. Það væri algjör draumur," segir Harpa sem starfar sem sjúkraþjálfari. "Ég er með aðstöðu í Sjúkraþjálfun Kópavogs og er þar með mína eigin sjúklinga. Sumir þeirra eru ábyggilega farnir að bíða eftir mér svo þeir toga í mig." Harpa er að sjálfsögðu farin aftur að æfa og hefur verið að keppa á fullu upp á síðkastið. Hún var fljót að koma sér í form eftir barnsburðinn enda mikil keppnismanneskja á hér á ferð. "Ég ætlaði ekki að fara svona fljótt að æfa aftur en meðgangan og fæðingin gengu eins og í sögu og ég var í góðu formi á meðgöngunni. Ég hreyfði mig alveg fram að síðasta mánuðnum og var svo fljót að ná mér eftir fæðinguna að ég varð að hlusta á líkamann og mæta á æfingar og er nú smám saman að skríða í mitt gamla form." Lestu ítarlegt viðtal við Hörpu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.