Milljónir horfðu á Örninn 5. janúar 2005 00:01 Um 4,5 milljónir Þjóðverja horfðu á fyrsta þátt dönsk-íslensku spennuþáttaraðarinnar Örninn, eða Ørnen eins og hann heitir á frummálinu, á mánudaginn var þegar hann var sýndur á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF. Það þýðir að um 18% Þjóðverja hafi horft á þáttinn. Elva Ósk Ólafsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkum þáttarins en Benedikt Erlingssyni bregður þar einnig fyrir. Að sögn Michale Bille Frandsen, framleiðanda þáttarins hjá Danska ríkissjónvarpinu, fóru viðtökurnar í Þýskalandi fram úr björtustu vonum. "Þjóðverjarnir höfðu búist við 11 til 14% áhorfi sem er einni milljón minna en horfði á hann," sagði Michale Bille í samtali við Fréttablaðið í gær. "Við erum að sjálfsögðu afar ánægðir með viðtökurnar og sömu sögu er að segja af Þjóðverjunum. Þeir eru búnir að kaupa átta fyrstu þættina og vilja nú kaupa næstu átta." Þættirnir verða meðal annars sýndir hér á landi, í Noregi og Svíþjóð. Þá standa yfir viðræður við franska sjónvarpsstöð. Að sögn Michael Bille er búið að taka upp tólf þætti en seinni hlutinn af seríunni verður tekinn upp á þessu ári. "Við byrjum aftur að taka upp á mánudaginn og ætlum að klára tólf síðustu þættina. Síðasti þátturinn verður tekinn upp á Íslandi," segir Michael Bille sem vill þó ekki gefa upp hvar hann verður tekinn. Örninn fékk einnig góðar viðtökur í Danmörku en um 70% Dana sáu fyrsta þáttinn. "Þátturinn var á toppnum yfir áhorf fyrstu átta vikurnar," segir Michael Bille. Þættirnir fjalla um Hallgrím Örn Hallgrímsson, uppalinn Vestmannaeying, sem á danskan föður. Hallgrímur flutti ungur til Danmerkur og starfar sem rannsóknarlögreglumaður í Kaupmannahöfn. Danski leikarinn Jens Albinus fer með hlutverk Hallgríms en Elva Ósk með hlutverk systur hans. Leikstjóri er Jørgen Ramsko. Fyrsta þátturinn af Erninum verður sýndur í sjónvarpinu í lok febrúar. Menning Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Um 4,5 milljónir Þjóðverja horfðu á fyrsta þátt dönsk-íslensku spennuþáttaraðarinnar Örninn, eða Ørnen eins og hann heitir á frummálinu, á mánudaginn var þegar hann var sýndur á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF. Það þýðir að um 18% Þjóðverja hafi horft á þáttinn. Elva Ósk Ólafsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkum þáttarins en Benedikt Erlingssyni bregður þar einnig fyrir. Að sögn Michale Bille Frandsen, framleiðanda þáttarins hjá Danska ríkissjónvarpinu, fóru viðtökurnar í Þýskalandi fram úr björtustu vonum. "Þjóðverjarnir höfðu búist við 11 til 14% áhorfi sem er einni milljón minna en horfði á hann," sagði Michale Bille í samtali við Fréttablaðið í gær. "Við erum að sjálfsögðu afar ánægðir með viðtökurnar og sömu sögu er að segja af Þjóðverjunum. Þeir eru búnir að kaupa átta fyrstu þættina og vilja nú kaupa næstu átta." Þættirnir verða meðal annars sýndir hér á landi, í Noregi og Svíþjóð. Þá standa yfir viðræður við franska sjónvarpsstöð. Að sögn Michael Bille er búið að taka upp tólf þætti en seinni hlutinn af seríunni verður tekinn upp á þessu ári. "Við byrjum aftur að taka upp á mánudaginn og ætlum að klára tólf síðustu þættina. Síðasti þátturinn verður tekinn upp á Íslandi," segir Michael Bille sem vill þó ekki gefa upp hvar hann verður tekinn. Örninn fékk einnig góðar viðtökur í Danmörku en um 70% Dana sáu fyrsta þáttinn. "Þátturinn var á toppnum yfir áhorf fyrstu átta vikurnar," segir Michael Bille. Þættirnir fjalla um Hallgrím Örn Hallgrímsson, uppalinn Vestmannaeying, sem á danskan föður. Hallgrímur flutti ungur til Danmerkur og starfar sem rannsóknarlögreglumaður í Kaupmannahöfn. Danski leikarinn Jens Albinus fer með hlutverk Hallgríms en Elva Ósk með hlutverk systur hans. Leikstjóri er Jørgen Ramsko. Fyrsta þátturinn af Erninum verður sýndur í sjónvarpinu í lok febrúar.
Menning Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira