Bókabúð Lárusar Blöndal lokar 4. janúar 2005 00:01 Það er einn viðskiptavinur í Bókabúð Lársar Blöndal við Engjateig í Reykjavík, rétt fyrir klukkan 11 að morgni fyrsta virka dags ársins 2005. Viðskiptavinurinn, lagleg kona, rennir augunum eftir hillunum og staðnæmist við einstaka bók eða annað sem er á boðstólnum. Gefur sig svo á tal við afgreiðslumanninn og biður hann vinsamlegast um að teygja sig í spil í efstu hillu. Kaupir það og gengur út. Guðjón Smári Agnarsson keypti bókabúð Lárusar Blöndal fyrir rúmum fimm árum. Hún var þá neðarlega á Skólavörðustígnum, í saman húsi og hún var stofnuð í árið 1943. Lárus Blöndal hafði rúmlega tvítugur byrjað að vinna í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og varð svo verslunarstjóri í Bókaverslun Ísafoldar þegar hún var opnuð 1939. Það er annars merkilegt hve bækur og nafnið Lárus Blöndal eru samofin í sögunni. Auk bóksalans við Skólavörðustíginn höfum við Lárus hinn siglfirska sem þar rak Bókaverslun Lárusar Þ. J. Blöndal og bókavörðinn Lárus sem lengi gætti bóka á Landsbókasafninu og á Alþingi. Hvað um það, rúmlega sextíu ára sögu Bókaverslunar Lárusar Blöndal er að ljúka. Guðjón Smári, sem jafnan er kallaður Smári, er að bregða búi. Og hljóðið í honum er þungt. "Þetta er hundfúlt," segir hann. Penninn og Bónus Eins og fram kom í spjalli við Guðjón Smára í Fréttablaðinu rúmri viku fyrir jól er hann ósáttur við gylliboð stórmarkaðanna í jólabókaflóðinu og ítrekar þá skoðun þar sem hann stendur í búðinni sinni þennan kalda og hvassa mánudagsmorgun. "Ja ég neita því ekki að það hefur verið fremur erfitt hjá mér undanfarið og í haust fannst mér þetta ekki ganga nógu vel," svarar hann aðspurður hvenær hann hafi séð fram á að þurfa að loka búðinni. "Penninn er nánast einráður með sínar búðir allt árið um kring og tveimur vikum fyrir jól kemur Bónushringurinn inn. Þegar ég byrjaði seldi Bónus tvær til þrjár bækur á innkaupsverði en fyrir þessi jól sýndist mér hver einasta bók vera þar á innkaupsverði. Þessi gylliboð slá rothöggið. Bónus er að þessu virðist mér til að skapa sér einhverja ímynd eða kannski tálmynd. Fá fólk inn til að kaupa aðrar vörur sem gróði er af." Guðjón Smári hefur líka horn í síðu Pennans sem á og rekur fjölda bókaverslana. "Mér finnst mjög óeðlilegt að einn aðili sé svona gjörsamlega ráðandi í bóksölu annan tíma ársins. Penninn hefur átt Eymundsson í nokkur ár og keypti svo Mál og menningu fyrir einu eða tveimur árum. Þar áður var hann búinn að kaupa Griffil sem selur bækur stöku sinnum. Að mínu mati hefðu samkeppnisyfirvöld átt að banna þetta." Tapið hleypur á milljónum Guðjón Smári er uppalinn á Akranesi og átti sér ungur þann draum að fara út í verslunarrekstur. "Þegar ég var ungur maður ætlaði ég að gerast verslunarmaður en leiddist út í annað," segir hann og horfir í gaupnir sér. Hann byrjaði að vinna í sjávarútvegsráðuneytinu og fluttist svo til Stöðvarfjarðar þar sem hann varð framkvæmdastjóri frystihússins. Síðar sinnti hann eigin rekstri á Stöðvarfirði, flutti út fisk og stundaði útgerð og skipaafgreiðslu. "Svo hættum við þessu og fluttum hingað suður og þá keypti ég þessa búð." Draumurinn rættist sumsé og þó að reksturinn hafi alla tíð verið erfiður fannst Guðjóni Smára gaman í vinnunni. "Þetta hefur verið erfiður tími en mér hefur samt aldrei leiðst að fara í vinnuna. Mér hefur alltaf fundist þetta skemmtilegt." Aðspurður hvort honum finnist líka gaman nú þegar sér fyrir endann á rekstrinum svarar hann: "Þetta er náttúrulega svolítið sérstök tilfinning í dag. Nú er ég að ganga frá. Ég ætla að reyna að selja allt sem ég mögulega get þessa síðustu daga, skila svo inn þeim bókum sem ég get ekki selt og svo loka ég." Tapaðirðu miklum peningum? "Já." Mjög miklum? "Já." Hversu miklum? "Það hleypur á milljónum." Þarftu að borga þetta á næstu árum og áratugum? "Nei, ég átti svolítið fyrir þegar ég fór í þetta." Búðin er þá ekki að fara í gjaldþrot? "Nei, ég á ekki von á því." Hvað tekur við? "Ja, nú vantar mig vinnu." Þú veist ekki hvað tekur við? "Nei." Tómleiki í hjartanu? "Já." Guðjón Smári hefur sjálfur staðið vaktina svo að segja frá því hann keypti verslunina, utan hvað sonur hans hefur leyst hann af stund og stund. Hann hafði unun af að standa á bak við búðarborðið og eiga samskipti við viðskiptavinina, spjalla um allt og ekkert. Margir voru fastir viðskiptavinir og keyptu ekki bækur annars staðar en í Bókabúð Lárusar Blöndal. Honum þykir mjög leitt, gagnvart því fólki, að þurfa að loka. En endalokin verða ekki umflúin, Bókabúð Lárusar Blöndal er að loka eftir að hafa séð borgarbúum fyrir bókum í rúm sextíu ár. Allt er í heiminum hverfult. Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Það er einn viðskiptavinur í Bókabúð Lársar Blöndal við Engjateig í Reykjavík, rétt fyrir klukkan 11 að morgni fyrsta virka dags ársins 2005. Viðskiptavinurinn, lagleg kona, rennir augunum eftir hillunum og staðnæmist við einstaka bók eða annað sem er á boðstólnum. Gefur sig svo á tal við afgreiðslumanninn og biður hann vinsamlegast um að teygja sig í spil í efstu hillu. Kaupir það og gengur út. Guðjón Smári Agnarsson keypti bókabúð Lárusar Blöndal fyrir rúmum fimm árum. Hún var þá neðarlega á Skólavörðustígnum, í saman húsi og hún var stofnuð í árið 1943. Lárus Blöndal hafði rúmlega tvítugur byrjað að vinna í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og varð svo verslunarstjóri í Bókaverslun Ísafoldar þegar hún var opnuð 1939. Það er annars merkilegt hve bækur og nafnið Lárus Blöndal eru samofin í sögunni. Auk bóksalans við Skólavörðustíginn höfum við Lárus hinn siglfirska sem þar rak Bókaverslun Lárusar Þ. J. Blöndal og bókavörðinn Lárus sem lengi gætti bóka á Landsbókasafninu og á Alþingi. Hvað um það, rúmlega sextíu ára sögu Bókaverslunar Lárusar Blöndal er að ljúka. Guðjón Smári, sem jafnan er kallaður Smári, er að bregða búi. Og hljóðið í honum er þungt. "Þetta er hundfúlt," segir hann. Penninn og Bónus Eins og fram kom í spjalli við Guðjón Smára í Fréttablaðinu rúmri viku fyrir jól er hann ósáttur við gylliboð stórmarkaðanna í jólabókaflóðinu og ítrekar þá skoðun þar sem hann stendur í búðinni sinni þennan kalda og hvassa mánudagsmorgun. "Ja ég neita því ekki að það hefur verið fremur erfitt hjá mér undanfarið og í haust fannst mér þetta ekki ganga nógu vel," svarar hann aðspurður hvenær hann hafi séð fram á að þurfa að loka búðinni. "Penninn er nánast einráður með sínar búðir allt árið um kring og tveimur vikum fyrir jól kemur Bónushringurinn inn. Þegar ég byrjaði seldi Bónus tvær til þrjár bækur á innkaupsverði en fyrir þessi jól sýndist mér hver einasta bók vera þar á innkaupsverði. Þessi gylliboð slá rothöggið. Bónus er að þessu virðist mér til að skapa sér einhverja ímynd eða kannski tálmynd. Fá fólk inn til að kaupa aðrar vörur sem gróði er af." Guðjón Smári hefur líka horn í síðu Pennans sem á og rekur fjölda bókaverslana. "Mér finnst mjög óeðlilegt að einn aðili sé svona gjörsamlega ráðandi í bóksölu annan tíma ársins. Penninn hefur átt Eymundsson í nokkur ár og keypti svo Mál og menningu fyrir einu eða tveimur árum. Þar áður var hann búinn að kaupa Griffil sem selur bækur stöku sinnum. Að mínu mati hefðu samkeppnisyfirvöld átt að banna þetta." Tapið hleypur á milljónum Guðjón Smári er uppalinn á Akranesi og átti sér ungur þann draum að fara út í verslunarrekstur. "Þegar ég var ungur maður ætlaði ég að gerast verslunarmaður en leiddist út í annað," segir hann og horfir í gaupnir sér. Hann byrjaði að vinna í sjávarútvegsráðuneytinu og fluttist svo til Stöðvarfjarðar þar sem hann varð framkvæmdastjóri frystihússins. Síðar sinnti hann eigin rekstri á Stöðvarfirði, flutti út fisk og stundaði útgerð og skipaafgreiðslu. "Svo hættum við þessu og fluttum hingað suður og þá keypti ég þessa búð." Draumurinn rættist sumsé og þó að reksturinn hafi alla tíð verið erfiður fannst Guðjóni Smára gaman í vinnunni. "Þetta hefur verið erfiður tími en mér hefur samt aldrei leiðst að fara í vinnuna. Mér hefur alltaf fundist þetta skemmtilegt." Aðspurður hvort honum finnist líka gaman nú þegar sér fyrir endann á rekstrinum svarar hann: "Þetta er náttúrulega svolítið sérstök tilfinning í dag. Nú er ég að ganga frá. Ég ætla að reyna að selja allt sem ég mögulega get þessa síðustu daga, skila svo inn þeim bókum sem ég get ekki selt og svo loka ég." Tapaðirðu miklum peningum? "Já." Mjög miklum? "Já." Hversu miklum? "Það hleypur á milljónum." Þarftu að borga þetta á næstu árum og áratugum? "Nei, ég átti svolítið fyrir þegar ég fór í þetta." Búðin er þá ekki að fara í gjaldþrot? "Nei, ég á ekki von á því." Hvað tekur við? "Ja, nú vantar mig vinnu." Þú veist ekki hvað tekur við? "Nei." Tómleiki í hjartanu? "Já." Guðjón Smári hefur sjálfur staðið vaktina svo að segja frá því hann keypti verslunina, utan hvað sonur hans hefur leyst hann af stund og stund. Hann hafði unun af að standa á bak við búðarborðið og eiga samskipti við viðskiptavinina, spjalla um allt og ekkert. Margir voru fastir viðskiptavinir og keyptu ekki bækur annars staðar en í Bókabúð Lárusar Blöndal. Honum þykir mjög leitt, gagnvart því fólki, að þurfa að loka. En endalokin verða ekki umflúin, Bókabúð Lárusar Blöndal er að loka eftir að hafa séð borgarbúum fyrir bókum í rúm sextíu ár. Allt er í heiminum hverfult.
Innlent Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira