Bókabúð Lárusar Blöndal lokar 4. janúar 2005 00:01 Það er einn viðskiptavinur í Bókabúð Lársar Blöndal við Engjateig í Reykjavík, rétt fyrir klukkan 11 að morgni fyrsta virka dags ársins 2005. Viðskiptavinurinn, lagleg kona, rennir augunum eftir hillunum og staðnæmist við einstaka bók eða annað sem er á boðstólnum. Gefur sig svo á tal við afgreiðslumanninn og biður hann vinsamlegast um að teygja sig í spil í efstu hillu. Kaupir það og gengur út. Guðjón Smári Agnarsson keypti bókabúð Lárusar Blöndal fyrir rúmum fimm árum. Hún var þá neðarlega á Skólavörðustígnum, í saman húsi og hún var stofnuð í árið 1943. Lárus Blöndal hafði rúmlega tvítugur byrjað að vinna í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og varð svo verslunarstjóri í Bókaverslun Ísafoldar þegar hún var opnuð 1939. Það er annars merkilegt hve bækur og nafnið Lárus Blöndal eru samofin í sögunni. Auk bóksalans við Skólavörðustíginn höfum við Lárus hinn siglfirska sem þar rak Bókaverslun Lárusar Þ. J. Blöndal og bókavörðinn Lárus sem lengi gætti bóka á Landsbókasafninu og á Alþingi. Hvað um það, rúmlega sextíu ára sögu Bókaverslunar Lárusar Blöndal er að ljúka. Guðjón Smári, sem jafnan er kallaður Smári, er að bregða búi. Og hljóðið í honum er þungt. "Þetta er hundfúlt," segir hann. Penninn og Bónus Eins og fram kom í spjalli við Guðjón Smára í Fréttablaðinu rúmri viku fyrir jól er hann ósáttur við gylliboð stórmarkaðanna í jólabókaflóðinu og ítrekar þá skoðun þar sem hann stendur í búðinni sinni þennan kalda og hvassa mánudagsmorgun. "Ja ég neita því ekki að það hefur verið fremur erfitt hjá mér undanfarið og í haust fannst mér þetta ekki ganga nógu vel," svarar hann aðspurður hvenær hann hafi séð fram á að þurfa að loka búðinni. "Penninn er nánast einráður með sínar búðir allt árið um kring og tveimur vikum fyrir jól kemur Bónushringurinn inn. Þegar ég byrjaði seldi Bónus tvær til þrjár bækur á innkaupsverði en fyrir þessi jól sýndist mér hver einasta bók vera þar á innkaupsverði. Þessi gylliboð slá rothöggið. Bónus er að þessu virðist mér til að skapa sér einhverja ímynd eða kannski tálmynd. Fá fólk inn til að kaupa aðrar vörur sem gróði er af." Guðjón Smári hefur líka horn í síðu Pennans sem á og rekur fjölda bókaverslana. "Mér finnst mjög óeðlilegt að einn aðili sé svona gjörsamlega ráðandi í bóksölu annan tíma ársins. Penninn hefur átt Eymundsson í nokkur ár og keypti svo Mál og menningu fyrir einu eða tveimur árum. Þar áður var hann búinn að kaupa Griffil sem selur bækur stöku sinnum. Að mínu mati hefðu samkeppnisyfirvöld átt að banna þetta." Tapið hleypur á milljónum Guðjón Smári er uppalinn á Akranesi og átti sér ungur þann draum að fara út í verslunarrekstur. "Þegar ég var ungur maður ætlaði ég að gerast verslunarmaður en leiddist út í annað," segir hann og horfir í gaupnir sér. Hann byrjaði að vinna í sjávarútvegsráðuneytinu og fluttist svo til Stöðvarfjarðar þar sem hann varð framkvæmdastjóri frystihússins. Síðar sinnti hann eigin rekstri á Stöðvarfirði, flutti út fisk og stundaði útgerð og skipaafgreiðslu. "Svo hættum við þessu og fluttum hingað suður og þá keypti ég þessa búð." Draumurinn rættist sumsé og þó að reksturinn hafi alla tíð verið erfiður fannst Guðjóni Smára gaman í vinnunni. "Þetta hefur verið erfiður tími en mér hefur samt aldrei leiðst að fara í vinnuna. Mér hefur alltaf fundist þetta skemmtilegt." Aðspurður hvort honum finnist líka gaman nú þegar sér fyrir endann á rekstrinum svarar hann: "Þetta er náttúrulega svolítið sérstök tilfinning í dag. Nú er ég að ganga frá. Ég ætla að reyna að selja allt sem ég mögulega get þessa síðustu daga, skila svo inn þeim bókum sem ég get ekki selt og svo loka ég." Tapaðirðu miklum peningum? "Já." Mjög miklum? "Já." Hversu miklum? "Það hleypur á milljónum." Þarftu að borga þetta á næstu árum og áratugum? "Nei, ég átti svolítið fyrir þegar ég fór í þetta." Búðin er þá ekki að fara í gjaldþrot? "Nei, ég á ekki von á því." Hvað tekur við? "Ja, nú vantar mig vinnu." Þú veist ekki hvað tekur við? "Nei." Tómleiki í hjartanu? "Já." Guðjón Smári hefur sjálfur staðið vaktina svo að segja frá því hann keypti verslunina, utan hvað sonur hans hefur leyst hann af stund og stund. Hann hafði unun af að standa á bak við búðarborðið og eiga samskipti við viðskiptavinina, spjalla um allt og ekkert. Margir voru fastir viðskiptavinir og keyptu ekki bækur annars staðar en í Bókabúð Lárusar Blöndal. Honum þykir mjög leitt, gagnvart því fólki, að þurfa að loka. En endalokin verða ekki umflúin, Bókabúð Lárusar Blöndal er að loka eftir að hafa séð borgarbúum fyrir bókum í rúm sextíu ár. Allt er í heiminum hverfult. Innlent Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Það er einn viðskiptavinur í Bókabúð Lársar Blöndal við Engjateig í Reykjavík, rétt fyrir klukkan 11 að morgni fyrsta virka dags ársins 2005. Viðskiptavinurinn, lagleg kona, rennir augunum eftir hillunum og staðnæmist við einstaka bók eða annað sem er á boðstólnum. Gefur sig svo á tal við afgreiðslumanninn og biður hann vinsamlegast um að teygja sig í spil í efstu hillu. Kaupir það og gengur út. Guðjón Smári Agnarsson keypti bókabúð Lárusar Blöndal fyrir rúmum fimm árum. Hún var þá neðarlega á Skólavörðustígnum, í saman húsi og hún var stofnuð í árið 1943. Lárus Blöndal hafði rúmlega tvítugur byrjað að vinna í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og varð svo verslunarstjóri í Bókaverslun Ísafoldar þegar hún var opnuð 1939. Það er annars merkilegt hve bækur og nafnið Lárus Blöndal eru samofin í sögunni. Auk bóksalans við Skólavörðustíginn höfum við Lárus hinn siglfirska sem þar rak Bókaverslun Lárusar Þ. J. Blöndal og bókavörðinn Lárus sem lengi gætti bóka á Landsbókasafninu og á Alþingi. Hvað um það, rúmlega sextíu ára sögu Bókaverslunar Lárusar Blöndal er að ljúka. Guðjón Smári, sem jafnan er kallaður Smári, er að bregða búi. Og hljóðið í honum er þungt. "Þetta er hundfúlt," segir hann. Penninn og Bónus Eins og fram kom í spjalli við Guðjón Smára í Fréttablaðinu rúmri viku fyrir jól er hann ósáttur við gylliboð stórmarkaðanna í jólabókaflóðinu og ítrekar þá skoðun þar sem hann stendur í búðinni sinni þennan kalda og hvassa mánudagsmorgun. "Ja ég neita því ekki að það hefur verið fremur erfitt hjá mér undanfarið og í haust fannst mér þetta ekki ganga nógu vel," svarar hann aðspurður hvenær hann hafi séð fram á að þurfa að loka búðinni. "Penninn er nánast einráður með sínar búðir allt árið um kring og tveimur vikum fyrir jól kemur Bónushringurinn inn. Þegar ég byrjaði seldi Bónus tvær til þrjár bækur á innkaupsverði en fyrir þessi jól sýndist mér hver einasta bók vera þar á innkaupsverði. Þessi gylliboð slá rothöggið. Bónus er að þessu virðist mér til að skapa sér einhverja ímynd eða kannski tálmynd. Fá fólk inn til að kaupa aðrar vörur sem gróði er af." Guðjón Smári hefur líka horn í síðu Pennans sem á og rekur fjölda bókaverslana. "Mér finnst mjög óeðlilegt að einn aðili sé svona gjörsamlega ráðandi í bóksölu annan tíma ársins. Penninn hefur átt Eymundsson í nokkur ár og keypti svo Mál og menningu fyrir einu eða tveimur árum. Þar áður var hann búinn að kaupa Griffil sem selur bækur stöku sinnum. Að mínu mati hefðu samkeppnisyfirvöld átt að banna þetta." Tapið hleypur á milljónum Guðjón Smári er uppalinn á Akranesi og átti sér ungur þann draum að fara út í verslunarrekstur. "Þegar ég var ungur maður ætlaði ég að gerast verslunarmaður en leiddist út í annað," segir hann og horfir í gaupnir sér. Hann byrjaði að vinna í sjávarútvegsráðuneytinu og fluttist svo til Stöðvarfjarðar þar sem hann varð framkvæmdastjóri frystihússins. Síðar sinnti hann eigin rekstri á Stöðvarfirði, flutti út fisk og stundaði útgerð og skipaafgreiðslu. "Svo hættum við þessu og fluttum hingað suður og þá keypti ég þessa búð." Draumurinn rættist sumsé og þó að reksturinn hafi alla tíð verið erfiður fannst Guðjóni Smára gaman í vinnunni. "Þetta hefur verið erfiður tími en mér hefur samt aldrei leiðst að fara í vinnuna. Mér hefur alltaf fundist þetta skemmtilegt." Aðspurður hvort honum finnist líka gaman nú þegar sér fyrir endann á rekstrinum svarar hann: "Þetta er náttúrulega svolítið sérstök tilfinning í dag. Nú er ég að ganga frá. Ég ætla að reyna að selja allt sem ég mögulega get þessa síðustu daga, skila svo inn þeim bókum sem ég get ekki selt og svo loka ég." Tapaðirðu miklum peningum? "Já." Mjög miklum? "Já." Hversu miklum? "Það hleypur á milljónum." Þarftu að borga þetta á næstu árum og áratugum? "Nei, ég átti svolítið fyrir þegar ég fór í þetta." Búðin er þá ekki að fara í gjaldþrot? "Nei, ég á ekki von á því." Hvað tekur við? "Ja, nú vantar mig vinnu." Þú veist ekki hvað tekur við? "Nei." Tómleiki í hjartanu? "Já." Guðjón Smári hefur sjálfur staðið vaktina svo að segja frá því hann keypti verslunina, utan hvað sonur hans hefur leyst hann af stund og stund. Hann hafði unun af að standa á bak við búðarborðið og eiga samskipti við viðskiptavinina, spjalla um allt og ekkert. Margir voru fastir viðskiptavinir og keyptu ekki bækur annars staðar en í Bókabúð Lárusar Blöndal. Honum þykir mjög leitt, gagnvart því fólki, að þurfa að loka. En endalokin verða ekki umflúin, Bókabúð Lárusar Blöndal er að loka eftir að hafa séð borgarbúum fyrir bókum í rúm sextíu ár. Allt er í heiminum hverfult.
Innlent Menning Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira