Michael Jordan mögulega bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 07:30 Michael Jordan er eigandi Charlotte Hornets og eini svarti maðurinn sem á meirihluta í félagi í NBA-deildinni. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur. NBA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur.
NBA Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins