Mjólkursamsalan og MBF sameinast 17. febrúar 2005 00:01 Mjólkursamsalan mun renna inn í Mjólkurbú Flóamanna, samkvæmt tillögu sem stjórnir samvinnufélaganna kynna bændum á næstu dögum. Ekki er áformað að loka neinni af fimm mjólkurstöðvum þeirra í kjölfar sameiningarinnar sem taka á gildi í apríl. Nærri lætur að tveir þriðju af allri mjólkurframleiðslu landsins séu á hendi þessara tveggja fyrirtækja. Starfsmenn þeirra eru um 350 talsins, þar af um 200 hjá Mjólkursamsölunni og um 150 hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Fulltrúaráð fyrirtækjanna samþykktu á fundum í desember að hefja viðræður um sameiningu og fólu stjórnum sínum að vinna að málinu. Samkvæmt samkomulagsdrögum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir að samruninn fari fram með þeim hætti að Mjólkursamsalan renni inn í Mjólkurbú Flóamanna, að sögn Magnúsar Sigurðssonar, stjórnarformanns Mjólkursamsölunnar, en kynning á málinu er að hefjast í félagsdeildum. Ljóst er að slíkur samruni er viðkvæmt mál enda er yfirlýst markmið að ná fram hagræðingu. Samlagssvæði Mjólkursamsölunnar nær yfir Vestur- og Norðvesturland og rekur samsalan mjólkurstöðvar í Reykjavík, Búðardal og á Blönduósi. Samlagssvæði Mjólkurbús Flóamanna nær yfir Suðurland og Austurland að Hellisheiði eystri og rekur fyrirtækið tvö mjólkurbú, á Selfossi og Egilsstöðum. Margir spyrja nú hvort hagræðingin felist í því að loka einhverju af mjólkurbúunum en að sögn Magnúsar er gert ráð fyrir að allar starfsstöðvar verði reknar áfram. Áætlað er að heimili og varnarþing hins sameinaða mjólkurfélags verði á Selfossi. Aðalskrifstofurnar eiga hins vegar að vera í húsakynnum Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi í Reykjavík. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Mjólkursamsalan mun renna inn í Mjólkurbú Flóamanna, samkvæmt tillögu sem stjórnir samvinnufélaganna kynna bændum á næstu dögum. Ekki er áformað að loka neinni af fimm mjólkurstöðvum þeirra í kjölfar sameiningarinnar sem taka á gildi í apríl. Nærri lætur að tveir þriðju af allri mjólkurframleiðslu landsins séu á hendi þessara tveggja fyrirtækja. Starfsmenn þeirra eru um 350 talsins, þar af um 200 hjá Mjólkursamsölunni og um 150 hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Fulltrúaráð fyrirtækjanna samþykktu á fundum í desember að hefja viðræður um sameiningu og fólu stjórnum sínum að vinna að málinu. Samkvæmt samkomulagsdrögum sem nú liggja fyrir er gert ráð fyrir að samruninn fari fram með þeim hætti að Mjólkursamsalan renni inn í Mjólkurbú Flóamanna, að sögn Magnúsar Sigurðssonar, stjórnarformanns Mjólkursamsölunnar, en kynning á málinu er að hefjast í félagsdeildum. Ljóst er að slíkur samruni er viðkvæmt mál enda er yfirlýst markmið að ná fram hagræðingu. Samlagssvæði Mjólkursamsölunnar nær yfir Vestur- og Norðvesturland og rekur samsalan mjólkurstöðvar í Reykjavík, Búðardal og á Blönduósi. Samlagssvæði Mjólkurbús Flóamanna nær yfir Suðurland og Austurland að Hellisheiði eystri og rekur fyrirtækið tvö mjólkurbú, á Selfossi og Egilsstöðum. Margir spyrja nú hvort hagræðingin felist í því að loka einhverju af mjólkurbúunum en að sögn Magnúsar er gert ráð fyrir að allar starfsstöðvar verði reknar áfram. Áætlað er að heimili og varnarþing hins sameinaða mjólkurfélags verði á Selfossi. Aðalskrifstofurnar eiga hins vegar að vera í húsakynnum Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi í Reykjavík.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira