Innlent

Verðsamráð loðnuútgerða?

Ýmsir sjómenn á loðnuflotanum telja að loðnubræðslurnar og útgerðin hafi með sér verðsamráð um greiðslur til sjómanna og séu þannig að skammta sér hagnað á kostnað sjómanna. Við upphaf vertíðar voru greiddar um sjö þúsund krónur fyrir tonnið í bræðslu en nú er verðið komið niður fyrir sex þúsund krónur. Það þykir sjómönnum óeðlilega lágt miðað við heimsmarkaðsverð á loðnuafurðum. Þá benda þeir á að loðnubræðslan í Fuglafirði í Færeyjum greiði röskar níu krónur fyrir kílóið og að afurðir þeirrar verksmiðju séu seldar á sömu mörkuðum og afurðir íslensku verksmiðjanna. Hafa sjómennirnir í hyggju að leita ásjár sjómannasamtakanna í þessu máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×