Erlent

Ætlar að kalla tvö herlið heim

Bandaríkjastjórn hyggst kalla heim tvö herfylki frá Írak á næsta ári. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra greindi frá þessu fyrr í dag.Bandaríkjamenn eru með 17 herfylki í Írak um þessar mundir. Ráðherrann sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin í ljósi þess að Írökum hefði gengið vonum framar að taka stjórn ýmissa mála í sínar hendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×