Erlent

Kínverjar sprengja ólöglega kínverja

Kínverskir lögregluþjónar sprengdu í dag býsnin öll af ólöglegum flugeldum, sem þeir höfðu gert upptæka. Árlega láta fjölmargir lífið í Kína, þegar ólöglegar flugeldaverksmiðjur, í íbúðahverfum, springa í loft upp. Þessir ólöglegu flugeldar eru yfirleitt miklu öflugri en þeir sem eru framleiddir löglega. Talsverður mannfjöldi safnaðist saman þegar fréttist að til stæði að eyða ólöglega dótinu, því það er fátt sem Kínverjum finnst skemmtilegra en að sjá kínverja sprengda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×