Erlent

Jarðlestir ganga á ný í New York

MYND/AP

Þriggja daga allsherjarverkfalli starfsfólks í almenningssamgöngum í New York lauk í gær eftir að forystumenn stéttarfélags þess samþykktu að störf skyldu hafin á ný þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst nýr kjarasamningur. Jarðlestir hófu að ganga strax á miðnætti í gær en nokkurn tíma tekur að koma öllu kerfinu í gang aftur. Helsta deiluefnið í kjaraviðræðum hefur verið tillaga um að hækka greiðslur nýráðins starfsfólks í lífeyrissjóð úr tveimur prósentum í sex.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×