Erum við sóðar? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2005 00:01 Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Þegar stórsöngvarinn Placido Domingo yfirgaf landið okkar fyrir örfáum dögum eftir að hafa stigið á það fæti í fyrsta sinn dró hann andann djúpt og dásamaði landið fyrir hreinleika sinn og kyrrð. Nokkuð sem við Íslendingar viljum alveg örugglega heyra og trúa. Nú skulum við ekki ætla þessum dáða listamanni að fara með meðvituð falsyrði en ósjálfrátt varð manni hugsað til þess hvort hann væri nokkuð farinn að tapa sjón. Því þegar gengið er um stíga og ekið um stræti höfuðborgarinnar og nágrenni hennar þá blasir víða við þvílíkur sægur af rusli að til háborinnar skammar verður að teljast. Áratuga gamlar sögur sem maður heyrði um ruslið sem birtist í byggð á Grænlandi þegar snjóa leysir á vorin koma manni ósjálfrátt í hug en þar hafa menn þó þá afsökun að snjórinn hylur ósómann yfir veturinn og sorphirðan er efiðleikum bundin. Hér er ekki því til að dreifa. Snjórinn sem heilsaði um jól kvaddi í janúar. Við höfum því ekkert slíkt okkur til málsbóta heldur er eingöngu um að kenna sinnuleysi okkar um nánasta umhverfi og undarlegri stefnu borgarinnar í hreinsunarmálum. Verst er ástandið í grennd við söluturna og byggingarsvæði. Þar hafa plastumbúðir fengið að feykjast um eftir því sem vindar hafa blásið og virðast eiga að bíða þar eftir vorinu og unglingunum í bæjarvinnunni. Sem minnir á að sumsstaðar úti á landi hefur sá siður viðgengist að skólabörn úr ákveðnum bekkjum hafi ruslatínslu sem fjáröflunarstarf sem innt er af hendi á laugardagsmorgnum í hverri viku. Nokkuð sem væri hugsanlega hægt að taka upp í skólunum á höfuðborgarsvæðinu og gera að bæði uppeldislegum þætti og umhverfisvænum. Minnumst gömlu slagorðanna, götur eru ekki ruslafötur og hrein torg - fögur borg og förum eftir þeim. Það er ánægjulegt þegar erlendir gestir eins og Placido Domingo fara lofsamlegum orðum um landið okkar og heita því að koma aftur til að njóta hreinleika þess og annarra dásemda. Látum hann og aðra í sömu erindagjörðum ekki koma fýluferð. Tökum til. gun@frettabladid.is
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar