Sport

Jafntefli gegn Ítölum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Ítölum í vináttulandsleik í Padova. Ítalir voru mun sterkari aðilinn í leiknum en náðu aldrei að brjóta niður sterkan varnarleik íslenska liðsins. Kára Árnasyni var réttilega vikið af leikvelli tíu mínútum fyrir leikslok í sínum fyrsta landsleik, en Kári átti spjaldið fyllilega skilið eftir gróft brot á leikmanni Ítala. Auk Kára þá léku Hannes Sigurðsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem undir lok leiksins kom inná í stað Gylfa Einarssonar, sinn fyrsta landsleik. Árni Gautur Arason var líklega besti leikmaður íslenska liðsins en hann varði oft á tíðum mjög vel.Gangur leiksins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×